Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 199
202
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ágúst Ó. Georgsson fil. kand. starfaði áfram í 5 mánuði að heimildasöfnun
um vinnubrögð og aðbúnað á skútum og vann úr viðtölum, sem hann hafði
átt við skútusjómenn. Höfðu í árslok safnast upplýsingar frá 48
skútusjómönnum, sem var drjúgum meira en búist var við í upphafi.
Alls bættust í heimildasafn deildarinnar 411 númer, sem er snöggtum meira
en nokkru sinni fyrr á einu ári. Voru því í árslok komin 5.600 númer í safnið.
Stjórnskipuð nefnd í tilefni af ári aldraðra veitti styrk, sem nam 12 mánaða-
launum stúdents, til að afla með viðtölum upplýsinga meðal vistmanna á
dvalarstofnunum í Reykjavík. Þjóðháttadeildin annaðist skipulag þessarar
vinnu og útvegaði starfslið, en það voru aðallega Kristín Ástgeirsdóttir B.A.,
Inga Lára Baldvinsdóttir B.A. og Hallgerður Gísladóttir B.A. Vonandi er, að
framhald geti orðið á þessari samvinnu.“
Þá má geta þess hér, að í desember kom út 2. bindi íslenzkra sjávarhátta,
þjóðháttarits dr. Lúðvíks Kristjánssonar, en safnið nýtur þar nokkurs í rit-
launum.
Frœðirit safnmanna
Á árinu birtust eftirtalin fræðileg rit eftir starfsmenn safnsins:
Árni Björnsson:
Sprengidagur. Árbók 1981.
Elsa E. Guðjónsson:
The Icelandic Skildahúfa. Costume, 16, 1982.
Traditionel islandsk strikning. Husflid, 102:2. — Einnig birt á dönsku:
Strik med nordisk tradition. Et Islandsk synspunkt, í Hándarbejde i
Skolen, 17:5 og í Hemslöjden, 5.
Prjón á íslandi. Álafoss lopi, nr. 1, 1982. — Einnig birt á dönsku,
ensku, þýzku og frönsku.
Þjóðbúningaspjall. Húsfreyjan. 33:2.
Forsíðumyndin: Altarisklœði frá Draflastöðum í Fnjóskadal. Norræn
jól 1982.
Safnferð fyrir sjötíu árum. Úr sendibréfi frá Halldóri Eiríkssyni til Ei-
ríks Sigmundssonar. Ljóri, 3:1.
Notes on Knitting in Iceland. Reykjavík 1982.
Einnig ljósritaðir bæklingar: Prjón á Islandi, Jurtalitun á 18. og 19. öld
og Islandsk vœgtvæv: vefstaður.
Guðmundur Ólafsson:
Ábendingar um geymslu á filmum og myndum. Ljóri, 3:1.
,,Der Ostkomplex“ i T. Capelle: Untersuchungen auf dem mittelalter-
lichen Handelsplatz Gautavík, Island. Köln.