Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 200
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1982
203
Torfbœrinn frá eldaskála til burstabæjar. Sýningarskrá.
Det islándske torvhuset. Boningshusets utveckling frán lánghus till
,,burstabœr“. Sýningarskrá.
Lilja Árnadóttir:
Fundin mannabein í Neðranesi. Árbók 1981.
Þór Magnússon:
Minningartafla eftir séra Hjalta Þorsteinsson í Vatnsfirði. Árbók 1981.
Myndin af Steini biskupi Jónssyni. Árbók 1981.
Sigurður Þorsteinsson gullsmiður. Gullsmiðablaðið.
Sýningar og aðsókn
Á árinu kom 30.961 skráður sýningargestur i safnið. Skólaheimsóknir voru
með venjulegum hætti og annaðist Sólveig Georgsdóttir safnkennari þær.
Hún hefur tekið við því starfi hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, bæði til að
sinna nemendum úr borginni og eins af landsbyggðinni, og mun verða ráðið í
hálfa stöðu til viðbótar í sama skyni.
Vegna þess rasks, sem orsakaðist af múrbroti og viðgerðum í húsinu, varð
að loka sýningardeildum á tímabilinu frá 25. janúar til 13. marz.
13. marz var opnuð sýning á myndum Nicoline Weywadt, Myndasafn frá
Teigarhorni og önnuðust Halldór J. Jónsson fyrsti safnvörður og Inga Lára
Baldvinsdóttir B.A. einkum gerð hennar, en með þeim unnu einnig Lilja
Árnadóttir og Margrét Gísladóttir safnverðir að uppsetningu og fyrirkomu-
lagi. — Sýningin stóð til 30. maí og sóttu hana 755 manns. Gefin var út vönd-
uð sýningarskrá af þessu tilefni, en það var fyrir tilstilli Ingu Láru Baldvins-
dóttur að plötusafnið og annað þessu tilheyrandi var keypt, þá er hún ferðað-
ist um Austurland til að kanna heimildir urn gamla ljósmyndara.
4. desember hélt Musica antiqua tónleika i anddyri safnsins, eins og nokkr-
um sinnum hefur verið gert áður, og þóttu þeir takast vel.
Safnauki
Á árinu 1982 voru færðar 127 innfærslur í aðfangabók safnsins. Helztu
gripir, sem safninu bárust, voru þessir:
Tvær teskeiðar eftir Jón silfursmið Jónsson í Þjórsárholti, gef. Hinrik
Þórðarson, Útverkum; íslenzkar eldspýtur, eins og notaðar voru í Þingeyjar-
sýslu, gef. Kristján Jóhannsson frá Klambraseli; málverk af Reykjavík árið
1836, lánað til frambúðar af safninu Den Gamle By í Árósum; kringlótt silfur-
næla og fleiri smáhlutir, fundnir í kumli hjá Mið- Sandfelli i Skriðdalshreppi;
25 vatnslitamyndir og teikningar frá íslandi, tengdar leiðangri Sir John
Thomas Stanley 1789, keyptar á uppboði hjá Christie’s í London; rúnasteinn