Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 202
SKÝRSLAUM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1982
205
en þarna kemur upp mikill fjöldi forngripa eins og áður, einkum tré- og leður-
hlutir, svo og vefnaðarleifar.
Guðmundur Ólafsson hélt áfram rannsóknum á Þingnesi við Elliðavatn og
voru rannsakaðar búðarústir í framhaldi af því, sem rannsakað var árið áður.
Engin niðurstaða fékkst þó enn um aldur rústanna og engir hlutir komu upp,
sem gæfu ákveðna tímaákvörðun um þingbúðirnar.
Guðmundur rannsakaði einnig fornkuml hjá Mið-Sandfelli i Skriðdals-
hreppi, sem kom í ljós við vegagerð. Kumlið var mjög skemmt, beinin höfðu
ýtzt burt, en þarna fannst þó forkunnargóð silfurnæla, fágætur gripur.
Þá mældi Magnús Þorkelsson fornleifafræðingur og kannaði lítillega verzl-
unarstaðinn á Búðasandi við Hvalfjörð og vinnur hann það verk undir yfir-
umsjá dr. Sveinbjörns Rafnssonar prófessors, sem prófverkefni í sögu.
Þá rannsökuðu þjóðminjavörður og Gísli Gestsson fv. safnvörður, ásamt
dr. Sigurði Þórarinssyni prófessor og Guðrúnu Larsen jarðfræðingi hrossgröf
og mannskuml í Hrifunesi í Skaftártungu, á kumlateignum þar sem áður hafa
fundizt bæði manns- og hestskuml. Var þetta einkum merkilegt rannsóknar-
efni vegna tímasetningar öskulaga.
Ýmsar eftirlits- og skoðunarferðir voru farnar innanlands eins og venju-
lega, einkum vegna gömlu bygginganna og hvers konar eftirlits þjóðminja.
Utanferðir safnmanna
Þjóðminjavörður sótti fund i Lejondals-slott í Svíþjóð 14.—15. janúar, þar
sem haldinn var fundur um varðveizlu samtiðarminja.
2.—6. ágúst var hann ásamt fleirum boðsgestur héraðsstjórnanna á Suður-
Grænlandi vegna hátiðahaldanna, sem voru til að minnast þess, að 1000 ár
voru liðin frá komu Eiríks rauða til landsins.
Þá sótti hann fund í Strasbourg hjá Evrópuráðinu 27.—29. apríl um vernd
og varðveizlu menningarminja.
Elsa E. Guðjónsson safnvörður sótti stjórnarfund Norræna búsýsluháskól-
ans, sem haldinn var í Osló 4. marz og notaði hún tímann til að skoða merka
textílsýningu, sem þar var haldin.
Margrét Gísladóttir fór til Sviss 4. apríl og dvaldist skamma hríð við Abb-
egg-Stiftung, þar sem hún hefur dvalizt áður við nám í forvörzlu textíla. Gerði
hún þá við nokkra safngripi.
Gamlar byggingar
Mesti áfangi við gömlu byggingarnar, sem safnið hefur hönd í bagga með
varðveizlu á, var sá, að Saurbæjarkirkja á Rauðasandi var vígð 5. september.