Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 205
208
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
10. júní fór þjóðminjavörður ásamt Hjörleifi Stefánssyni arkitekt og mönn-
um frá Náttúruverndarráði vestur að Búðum að skoða gömlu kirkjuna þar,
sem reist var upphaflega árið 1847, ,,án styrks hinna andlegu feðra“, eins og
stendur á hurðarhringnum. Kirkjan er orðin illa farin en áhugi er á að gera við
hana. Á Búðum er nú friðland og þar er vinsæll ferðamannastaður enda rekið
hótel á þessum fagra stað. Þar koma því margir og dveljast oft timakorn.
Kom í ljós við nákvæma athugun, að næsta lítið er eftir af upphaflegri gerð
kirkjunnar, þar sem hún hefur verið endursmíðuð margsinnis. En þó er helzt i
ráði að gera við hana, enda er bæði Náttúruverndarráð og heimamenn þess
hvetjandi.
Mikil ótíðindi eru það, að tvö friðuð hús voru brennd á árinu. 17. júní
brann Heydalakirkja hin gamla til grunna og fórust þar einnig gömlu kirkju-
klukkurnar, en fátt annað var í kirkjunni. Mun hafa verið um íkveikju að
ræða. Ekkert hafði að kalla verið unnið að viðgerð hennar, en helzt var
umtalað að flytja hana að Skorrastað og setja á gamla kirkjustæðið þar, en
heima fyrir i Breiðdal voru menn ekki á eitt sáttir með þá ráðstöfun og hafði
hún því strandað á missætti því, sem þar kom upp.
Þá brenndu börn gamla kaupfélagshúsið á Flateyri, sem Hjálmar Jónsson
kaupmaður byggði. Húsið var í reynd harla umkomulítið, hafði verið fært af
fyrri stað sínum og stóð að vísu til að finna því endanlegan stað og gera við
það, en ekki hafði orðið af neinum framkvæmdum.
Hér sést sem viðar, að vanhirtum húsum er alltaf hætt.
26. og 27. nóvember var haldin námsstefna á Akureyri á vegum Bygginga-
þjónustu arkitekta um viðgerðir gamalla bygginga. Sóttu þjóðminjavörður og
Lilja Árnadóttir safnvörður fundina og héldu þar erindi. Daginn áður áttu
þau fund með sóknarnefndum Saurbæjar, Hóla og Möðruvalla í Eyjafirði um
gömlu kirkjurnar þar, en nokkurt vandamál þykir mönnum nú vera með að
halda þrjár litlar kirkjur, sem illa samrýmast nútimakröfum um samkomu-
hús. Þær eru þó hver annarri merkilegri og með elztu kirkjum hérlendis, en
allar litlar og er það til baga við stærri jarðarfarir og fermingar, þegar fjöl-
menni kemur til kirkju. Helzt var talað um að leysa þennan vanda þannig, að
hinar stærri kirkjuathafnir geti farið fram í Grundarkirkju í framtíðinni en
minni messugerðir í útkirkjunum.
Námsstefna þessi var endurtekin i Reykjavík 3. og 4. desember.
Byggðasöfn
Til byggðasafna og viðgerðar ýmissa gamalla bygginga úti um landið voru
ætlaðar á fjárlögum kr. 1.050 þús., sem síðan var nokkuð skert með prósentu-