Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 206
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1982
209
skerðingu þeirri, sem framkvæmd var á fjárlögum yfirleitt. Viðgerðar- og
byggingarstyrkir skiptust þannig:
Byggðasafn Akraness og nærsveita .................... kr. 80 þús.
Kútter Sigurfari..................................... ” 25,5 þús.
Byggðasafn Borgarfjarðar.............................. ” 17 þús.
Hjarðarholtskirkja í Dölum .......................... ” 25,5 þús.
Staðarbakkakirkja í Hrútafirði....................... ” 17 þús.
Minjasafnið á Akureyri .............................. ” 51 þús.
Gamla-búð, Eskifirði................................. ” 17 þús.
Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaft., Skógum .... ” 17 þús.
Byggðasafn Árnessýslu, v. húss yfir skipið Farsæl... ” 8,5 þús.
Að auki voru síðan greiddir gæzlustyrkir við söfnin.
Það er helzt af byggðasöfnunum að segja, að á Hnjóti er verið að koma
safninu fyrir í safnhúsinu, sem er hið ágætasta hús og verður þarna gott og
merkilegt safn, sem einkum lýsir atvinnuháttum á suðurhluta Vestfjarða. Þeg-
ar það verður opnað, sem verður væntanlega á árinu 1983, mun það verða af-
hent Vestur-Barðastrandarsýslu til eignar.
Á Húsavík fékk byggðasafnið aukið húsrými í kjallara safnahússins, og
lokið er nú teikningum að miklu og veglegu safnahúsi í Borgarnesi, sem hýsa
mun auk bókasafns héraðsins skjalasafn, listasafn og náttúrugripasafn.
12. júni átti þjóðminjavörður fund með fulltrúum norðlenzkra safna á
Blönduósi, sem haldinn var í tengslum við heimilisiðnaðarsafnið þar. Voru
rædd ýmis mál safnanna, en síðan var farið að Þingeyrum og kirkjan þar
skoðuð, en hún hefur nú hlotið vandaða viðgerð, svo sem getið hefur verið.
Sjóminjasafn og tœknisafn
Á árinu þokaði viðgerð Bryde-pakkhússins í Hafnarfirði allvel áfram. Var
lokið við að gera við austurgafl, nema hvað ekki náðist að leggja steinskífu
efst, einangrað var í grind og síðan múruð steinhella á ný í neðstu hæð, eins og
verið hafði, en á efri hæð var einangrað í grindarbilin og síðan settar plötur.
Gólf voru lögð á ný, í neðsta gólfið haft gamalt gólftimbur en nýtt í hin efri,
og risið var einangrað. Raflögn var ekki lokið.
Því næst var hafizt handa um að gera við útbygginguna, þar sem siðast var
slökkvistöð, og var horfið frá því ráði að stytta húsið, þar sem óvíst er, hvort
bátaskýli verður reist þar á lóðinni, heldur líklegast stefnt að því að reisa það
vestur á Skerseyri sem fyrsta áfanga sjóminjasafnsins þar.
Ekki fékkst heimild til ráðningar starfsmanna við safnið og er því óvíst,
hvort nokkur starfsemi getur hafizt á árinu 1983.
14