Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 208
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1982
211
í þessu sambandi fengu Þjóðminjasafnið og Seðlabankinn í sameiningu frá
orðuritara Danmerkur með heimild Danadrottningar og vinsamlegri
meðalgöngu danska sendiherrans hér, allar þær Dannebrogsorður, sem
veittar voru áður en Fálkaorðan var stofnuð og ekki voru til á Þjóðminjasafn-
inu. Skrifstofa forseta íslands mun einnig útvega safninu þær Fálkaorður,
sem það vanhagar um.
Stefnt er að því, að hægt verði að opna myntsafnið til sýningar á árinu
1983.
Fornfrœðingafundur
16. fundur norrænna fornleifafræðinga var haldinn að Laugarvatni dagana
15.—21. ágúst og er þetta í fyrsta sinn, sem slikur fundur er haldinn á íslandi,
en þeir eru haldnir fjórða hvert ár.
í undirbúningsnefnd fundarins voru Gísli Gestsson fv. safnvörður, Guð-
mundur Ólafsson safnvörður og Mjöll Snæsdóttir safnvörður við Árbæjar-
safn. Framkvæmdastjóri fundarins var Sólveig Georgsdóttir safnkennari.
Fundinn sóttu um 90 manns frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal frá
Slésvík, auk íslendinga. Var meginumræðuefni fundarins hús og byggð og
voru haldin erindi fjóra daga, en einnig var farið í ferðir, í Þjórsárdal, að
Keldum, Stóru-Borg og Skógum, einnig að Gullfossi, Geysi og í Skálholt, og
einn dag var verið í Reykjavík, skoðuð söfnin þar og hlýtt á fyrirlestur um
rannsóknir í Reykjavík.
Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Menntamálaráðuneytið veittu afar góða
fyrirgreiðslu við fundarmenn, sem getið skal með þakklæti.
Eftir fundinn fóru tæplega 20 manns í þriggja daga ferð norður í land. Var
farinn Kaldidalur, komið að Reykholti, Víðimýri og Glaumbæ, farið norður
Fljót og fyrir Ólafsfjarðarmúla og í heimleið frá Akureyri var komið að Gás-
um og í Borgarvirki.
Fundurinn þótti takast með miklum ágætum og voru fundargestir, sem
flestir komu í fyrsta skipti til íslands, hinir ánægðustu með dvölina hér.
Endurskoðun þjóðminjalaga
Endurskoðunarnefnd þjóðminjalaga, sem sagt var frá í síðustu skýrslu, hélt
nokkra fundi á árinu og náði hún að gera frumdrög að lagafrumvarpi. Hafði
nefndin samband við ýmsa aðila, sem leitað var umsagnar hjá, og einnig var
stuðzt við greinargerðir, sem borizt höfðu frá Félagi íslenzkra safnmanna.
Var stefnt að því, að nefndin gæti skilað frá sér frumvarpi fyrir vorið 1983.