Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 210
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1982
213
Að auki greiddi nefndin úr Húsafriðunarsjóði vinnulaun vegna teikninga
og viðgerðareftirlits með ýmsum þessum húsum, ennfremur voru slíkar
greiðslur inntar af hendi vegna Mosfellskirkju í Grímsnesi, Gömlu-búðar á
Eskifirði, Grundarkirkju í Eyjafirði, Gunnlaugshúss í Flatey, hússins í
Vogi á Mýrum, Eiðakirkju og Aðalstrætis 52 á Akureyri.
Um þessi hús er það sérstaklega að taka fram, að lagt var i nákvæma rann-
sókn og mælingu hússins í Vogi og annaðist Hjörleifur Stefánsson arkitekt
hana. Húsið er afar illa farið, fúið og sligað og er óvíst, hver framtíð bíður
þess, en þetta er hið gamla amtmannshús á Stapa, sem Bjarni amtmaður Þor-
steinsson reisti eða byggði upp úr öðru húsi eftir 1820, er hann kom þangað
vestur. Helgi Helgason dbrm. í Vogi flutti húsið til sín um 1850, en talið er, að
það sé nær óbreytt frá því sem það var á Stapa.
Ekkert hefur verið hafizt handa um viðgerð á Staðarkirkju í Hrútafirði enn,
en hana mældi Hjörleifur Stefánsson upp fyrir nokkrum árum á kostnað
Húsafriðunarsjóðs, en annars staðar eru framkvæmdir í gangi við viðgerðir
eða um það bil að hefjast.
Nefna má, að ákveðið er að hefjast handa um viðgerð Turnhússins svo-
nefnda á ísafirði, sem er eitt gömlu húsanna í Neðstakaupstað, þegar á árinu
1983, en viðgerð Faktorshússins má heita lokið.
Eðlilega blandast mjög saman verkefni Húsafriðunarnefndar og safnsins
sjálfs, hvað snertir gamlar byggingar, en allt beinist þetta að sama markmiði
og er reyndar mikilsvert, að þarna sé náin samvinna á milli.
Þjóðhátíðarsjóður
Þjóðminjasafnið fékk í sinn hlut kr. 650 þús. af úthlutunarfé Þjóðhátíðar-
sjóðs 1982. Var því fé varið til eftirtalinna verkefna:
Til fornleifaranntókna á Stóruborg ................................... kr. 350 þús.
Til endurbyggingar verzlunarhúss frá Vopnafirði ....................... ” 150 þús.
Til endurbyggingar bæjarins á Galtastöðum.............................. ” 15 þús.
Til heimildasöfnunar um þjóðhætti ..................................... ” 10 þús.
Til fornleifaskráningar................................................ ” 60 þús.
Til kopieringar ljósmyndaplatna ....................................... ” 65 þús.