Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 129

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 129
RÚSTIRNAR VIÐ RÉTTARFELL OG LEIÐÓLFSFELL 133 verið „margt bygða“ á þessum slóðum. Kringum Leiðólfsfell er víðlent graslendi enn í dag, en líklegt er að þar sé vetrarríki talsvert, því hæðin yfir sjó er um 300 m. Austan undir fellinu rennur Hellisá og hefur svo verið frá því að Skaftáreldahraun rann, en fram til þess rann áin vestan við fellið. Jarðvegur er þykkur einnig á þessu svæði yfirleitt, og svo er einnig austan í fellinu. Par liggja jarðvegstorfur upp eftir hlíðinni, nokkuð þó sundurskornar af giljum, sem sum eru gróin. Þeir sem þekktu þetta svæði best hafa vitað um rústir mannvirkja þar og því gerði Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi sér ferð þangað og gerir grein fyrir athugunum sínum í Árbók 1909, bls. 13—14. Hér verður aðeins staldrað við þar sem hann lýsir rústunum. Hann segir m.a.: „Ofarlega á vesturbakka eystra gilsins, eigi all langt frá hjallabrekkunni, er tóftar- brot sem liggur langs með gilinu og svo nærri því, að austurveggur tóftarinnar er fallinn í það. Þar er það mjög grafið og sést hleðslugrjótið þar hrapað niður lengra og skemra ofan moldarbrekkuna." Þann 11. okt. 1984 kom ég að þessum rústum. Ljóst er að þar hafa nánast engar breytingar orðið frá því að Brynjúlfur var þar. Rústin á gilbarminum er eins, og dreif af hleðslugrjótinu enn í gilvanganum. Áhugi minn fyrir þessari rúst snerist fyrst og fremst um það, frá hvaða tíma hún væri. Ég hreinsaði því frá norðvesturhorni byggingarinnar, því heita mátti að það stæði út úr rofinu. Kom í ljóst að þar er undirstaðan óhreyfð og að nokkru úr stórum steinum. Það virðist því vera grjót úr efri hluta veggjarins, sem hrunið hefur í gilið. Undirstaðan gæti því öll verið óhreyfð, en ekki hafði ég tíma til að kanna það. Ég lét mér því nægja að grafa frá þessum hluta undirstöðunnar. Það er stór og vel lagaður steinn (3. mynd) og í ljós kom að hann liggur ofan á þykka, svarta öskulaginu margumtalaða, en upptök þess eru í cldstöðinni vestan við fellið. Það er því svo að sjá sem þessi mannvirki öll séu frá nokkurn veginn sama tíma og því ekki frá landnámsöld. Um aldur gosstöðvanna við Leiðólfsfell má bæta því við að í þessari ferð gat ég safnað gróður- leifum undan gosmalarlagi sunnan við fellið. Standa nú vonir til að hægt verði að aldursákvarða þær með C14 aðferð og ætti þá málið að skýrast. Það skal tekið fram að svæðið kringum Leiðólfsfell var ekki kannað mcð tilliti til fleiri mannvirkja, en garðlag er þar allgreinilegt á sléttu góðan spöl neðan við rústirnar. Varðandi aldursákvarðanir með hjálp öskulaga á þessum slóðum er vert að hafa í huga að eldstöðvar eru þar margar fyrir utan þær, sem mest virkar hafa verið svo sem Katla og Grímsvötn. Kunna sumar þeirra að hafa gosið oftar en einu sinni. í því sambandi má nefna að vitað er um að a.m.k. 4 gos hafa á nútíma orðið í dalnum sem verður milli Fögrufjalla og Blængs-Varmárfells-Galta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.