Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 24
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
urinn ’sláttu1 finnst> reyndar hvorki í seðlasafni Orðabókar Háskóla
íslands né Árnasafns í Kaupmannahöfn, en hér bendir þó merkingarlegt
samhengi til þess, að slík mynd sé á ferðinni.14 Væri þá væntalega um
að ræða áhrif frá sögnum með stofnlægu t, t.d. láttu, settu.
51v.25 ’þryck1, af germönskum stofni en ekki upphaflegt í íslensku. All-
nrörg dærni eru í D/, en engin eldri en frá 1500. Orðið finnst í eldri nrál-
stigum Norðurlandamálanna, þangað kornið úr miðlágþýsku ’drucken1.
Texti Gottskálks er bersýnilega ekki kominn beint frá texta AM 194
8°, enda er í báðuni að finna atriði sem ekki eru í hinum; röð atriða er
þó að miklu leyti hin sama, þar sem þeir fara saman unr efni. Um mörg
atriði sem skipta höfuðmáli í lýsingunni hafa textarnir mismunandi orð,
svo að öllu líklegra væri að um tvær óháðar þýðingar sama texta væri
að ræða heldur en bein textatengsl. Texti Gottskálks hefur líka nrun
yngra yfirbragð, sbr. orðalag eins og í 41 v 1. 2 ’til máta sterkt1, 1. 5 ’til
máta þykkt‘, 1. 17 ’til máta‘; 41v 1. 2 ’mála upp á‘, 1. 3 ’bera upp á‘, 1.
5 og 51v 1. 25 ’láta upp á‘; 41v 1. 11 ’legg upp nreð veikt lím‘, 1. 17 ’legg
upp med pensil1; 51v 1. 25 ’í einni skál' (’einni* hér notað eins og óákv.
greinir); brottfallið tilvísunarfornafn: 41v 1. 7, 9 og 12 ’þar þú villt*, 1.
5 ’þar áður er‘.
Þau líkindi sem eru nreð þessunr texta og textanum í AM 194 8°
verða nú rakin.
Fyrstu 9 línur AM-textans er ekki að finna hér, formálann fyrir ’lík-
neskjusmíðinni'. Hafi slíkur formáli nokkurntímann verið í forriti
Gottskálks, þá hefur honunr eðlilega verið sleppt, þar eð hann hefur
engar hagnýtar upplýsingar að geyma senr erindi eiga í safn eins og
Sópuð. Hér hefst lýsingin á undirbúningi að gyllingunni og er þar all-
margt líkt með báðum textum, þótt orðanrunur sé mikill. AM-textinn
er ítarlegri og hefur nokkrar skýringar og efnisatriði sem ekki er að
finna í texta Gottskálks, og verður hér hlaupið yfir þau.
Add. 11242:
Vilier þv nrala vpp áá tre þa tak tre og lat vera klart og gior lim til
nrata sterkt svo eckj springe af og ber þad sidan vpp áá tre einn tid
edur ij edur þrysvar og lat þad vel þorna Svo þier skulvt eckj mega
sia hvort þad hefur áá konrit edr ei. tak þa bleiku og lim og lat vera
heitt og nrel áá hellu til mata þyckt og lat vpp áá tre þar adur er lim
vnder ein tid og lat þorna sidan og gior svo þrysvar ef þv villt vanda
og lat þorna j millum þa skalltu taka hvast jarn og skafa allt sliett.
(41 v)