Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 77
NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI
81
VI
Þegar byggingar á borð við Norska húsið eru teknar til gagngerðrar
viðgerðar og endurgervingar er margs að gæta. Engin stefna er einhlít.
Snemma á viðgerðarstigi var ákveðið að endurgera efri hæð og loft svo
nálægt upprunalegu formi sem unnt væri, sýna hvernig híbýli auðugs
manns í nýmynduðu þéttbýli á íslandi hefðu litið út. Hver gömul spýta
var endurnýtt á þeim stað sem hún hafði verið í öndverðu. Væri hún
skemmd, var fellt í hana eða sponsað og það sem á vantaði sniðið eftir
upprunalegri gerð. (47. og 48. mynd) Veggfóðursleifar voru sendar út
til Noregs þar sem gerð var eftir þeim nákvæm eftirlíking. Mikil
umhyggja var borin fyrir því að finna upprunalega liti og blanda hina
nýju nákvæmlega eftir þeim. Hurðarhúnar og lykillauf voru smíðuð
eftir þeim fáu upprunalegu eintökum sem fundust á stöku hurð. (18.
mynd) Gluggakrækjur og ofn í bláustofu voru fengin frá Noregi sem
samsvöruðu stíl þess tíma er húsið var byggt á.
Um neðri hæðina gegndi öðru máli. Norska húsið er safn og söfn
þurfa margs við. Nauðsynlegt þótti að hafa eftirlitsmann eða safnvörð
búandi í húsinu og þörf var bæði fyrir sýningaraðstöðu og geymslu.
Því var ákveðið að gera syðri helming hússins að íbúð en þann nyrðri
að sýningarsal og geymslu. Við innréttingu sýningarsalar og geymslu
var höfð hliðsjón af smíðinni uppi, en látlaus nútímabúnaður látinn
nægja fyrir íbúðina. Af þessum ástæðum voru gluggar settir á neðri
hæð austanverða með sama sniði og aðrir gluggar, enda þótt þeir hefðu
ekki verið þar í upphafi. (49. rnynd) Vegna þess að Norska húsið er
stokkhlaðið kom ekki til greina að einangra veggi þess. Hinsvegar var
brugðið á það ráð að vindþétta neðri hæð, þar sem búa átti. Var það
gert með þeim hætti að. troða steinull við samsetningu stokka og loka
með vindpappastrimlum. Síðan voru veggir klæddir með tvöföldum
vindpappa. Gólf jarðhæðar var einangrað með steinull og rafmagns-
ofnar settir þar. Gólf á efri hæð er svo þunnt að hitinn að neðan leitar
um það og heldur að jafnaði eðlilegum hita uppi. Komið var þó fyrir
tenglum þar ef auka þyrfti hitafln við sérstakar aðstæður.
Síðasti vandinn við endurgerð Norska hússins var að gera sér grein
fyrir hvernig útidyr og umbúnaður þeirra hefði verið í öndverðu, því
að hann var löngu horfinn. Á ljósmynd af húsinu frá því um aldamót
sást að hann hafði verið veglegur, en ekki nóg til þess að geta teiknað
hann upp. Svo vel vildi þó til nokkru eftir að skriður var kominn á við-
gerðarverkið, að Jóhann Rafnsson fann ljósmynd sem tekin var af fólki
sem stóð fyrir framan útidyrnar, svo góða að lítill vandi var að draga
dyraumbúnaðinn upp. (45. og 50. mynd) Síðara áfanga endurgervingar