Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Qupperneq 141
NORRÆNAR FORNMINJAR Á L'ANSE AUX MEADOWS
145
greiningu á sýnishorni af t.d. ösp er líklegri til að vísa til þess tíma
þegar tréð var fellt.
Það sem mest gagn er að til tímasetningar eru skammlífar tegundir
svo sem berjarunnar og ungir sprotar. Á L’Anse aux Meadows höfum
við komist að því, að geislakolsgreiningar sem benda til áttundu og
níundu aldar eru að miklum hluta gerðar á sýnishornum úr mjúkviði,
svo sem greni, lerki og furu, sérstaklega greni, en þær sem benda til
tíundu og elleftu aldar eru á sýnishornum úr birki og ösp. Hins vegar
hafa ijórar aðrar tímasetningar á sýnishornum af beitilyngi og ungum
sprotum gefið meðaltals tímann 980 ± 90 eftir Krists burð (S-llll, 1113,
1340 og 1355).
Lengd búsetu
Hve lengi var fólk í þessum búðum? Ekki lengi. Ein leið til að leggja
mælikvarða á lengd búsetu með fornleifafræðilegum aðferðum er að
gaumgæfa hversu mikið hefur safnast fyrir af sorpi. Við bæi norrænna
manna á Grænlandi eru stórir sorphaugar, oft allt að 150 metrar á lengd
og 1 til 2 metrar á dýpt þar sem þeir eru þykkastir, eins og raun varð
á um sorphaug þann sem Thomas McGovern gróf upp þar sem heitir
Niaqussat (W48) í Vestribyggð (McGovern, í samtali við mig). Niaq-
ussat var lítill og tiltölulega fátæklegur bær ekki alllangt frá Sandnesi.
Þar var búið í 300 til 350 ár. Ef jafnlengi hefði verið búið á L’Anse aux
Meadows væri þess að vænta að þar væri álíka sorphaugur, en aldar
búseta hefði átt að skilja eftir sig sorphaug sem hefði verið að minnsta
kosti þriðjungur þess grænlenska.
En við L’Anse aux Meadows er varla neinn sorphaugur sem vert sé
að nefna. Stærsta hrúgan eru höggspænirnir í mýrinni, en hún er ekki
stærri en svo, að hún hefur getað orðið til á fáeinum dögum. Matar-
leifar og afgangar úr eldhúsi, svo sem bein og aska úr eldstæðunum,
mundi auðvitað hafa leystst upp í sútunarsýrunni í mýrinni, og er ekki
nema eðlilegt að ekkert slíkt hefur fundist. Efnafræðileg greining á
mónum, sem var gerð til að komast að því hvort nokkru slíku hefði
verið hent í mýrina, bentu til að svo hafi ekki verið. Stærsta hrúgan af
eldhúsúrgangi er fyrir utan hús III í F-samstæðunni, þar sem bæði var
aska og brunnin bein, en þessi öskuhaugur er einungis 2x3 metrar að
flatarmáli og 25 cm djúpur. En þar sem ómögulegt er að ákveða með
neinni nákvæmni hvað hann bendi til langrar búsetu er vissast að segja
að þar geti aðeins verið um fá ár að ræða, eða í mesta lagi fáeina áratugi
fremur en aldir.
ÍO