Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 144

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 144
148 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS koma farmenn í fyrsta skipti þar sem eru lönd til beggja handa þegar siglt er inn í Fagureyjarsund. Sundið er mjótt hér, og á því sést greini- lega til beggja stranda. L’Anse aux Meadows er á nyrsta odda þessa nýja lands sem allt í einu birtist á bakborða. Kennileiti eins og Cape Bauld, Great Sacred Island og Beak Point gera farmönnum auðvelt að hitta höfnina. Á sólbjörtum sumardegi er staðurinn hrífandi, minnir á stað- hætti víða á íslandi, og þaðan er skínandi útsýni yfir sundið. En jafnvel þótt ekki sé allt tekið trúanlegt sem í sögununr stendur, þá eru ýmsar mikilvægar vísbendingar sem gera það að verkum að ómögulegt er að jafna nyrsta hluta Nýfundnalands við Vínland. Þegar allt er til tínt úr heimildum sem geta Vínlands er augljóst, að saman- borið við Markland var Vínland frjósamara, veðurfar var hlýrra, meiri munur flóðs og fjöru, gæði landsins framandlegri og, framar öliu, fjöl- breyttari. Vínlandsfararnir héldu áfram í suður, lengra en til L’Anse aux Meadows. í höggspónahrúgunni sem norrænir menn skildu eftir sig voru tvær smjörhnetur, Juglans cinerea, sem er valhnotutegund. Nyrstu slóðir þar sem smjörhnetur vaxa eru við mynni St. Lawrenceflóa og norðausturhluta New Brunswick: þessar hnetur hafa aldrei vaxið á Nýfundnalandi. Þær eru of stórar til þess að fuglar hefðu getað borið þær þangað og of þungar til þess að fljóta, svo að þær hafa ekki getað borist með straumum (sem einkum eru úr norðri í suður, á þessum slóðum að minnsta kosti). Það er því ljóst að þessar hnetur hafa borist í búðirnar með mönnum, og þar sem þær fundust þar sem norrænir menn voru að bjástra er augljóst að þær hafa borist með þeim. Þar af leiðandi hljóta norrænir menn á L’Anse aux Meadows að hafa stigið fótum á land að minnsta kosti svo langt suðurfrá eins og syðri hluti St. Lawrenceflóa. Og vert er að veita því athygli, að norðurmörk þeirra svæða þar sem smjörhnetur vaxa eru að hluta hin sömu og villtra vín- berja. Það er þess vegna ekkert sem mælir á móti því að norrænir menn á þessum slóðum hafi af eigin raun kynnst landi hinna villtu vínberja. Þá má spyrja: Hvað um L’Anse aux Meadows? Af hverju fundust norrænar rústir þar, en ekki í New Brunswick, Quebec eða Nova Scotia? Ef til vill finnast minjar norrænna manna einn góðan veðurdag þar líka. Þegar litið er á landakort er auðvelt að sjá að L’Anse aux Meadows mundi hafa verið prýðilega fallið til að vera bækistöð fyrir landkönnun og til að afla fanga þar fyrir sunnan. Á norrænum siglinga- leiðum gefst aðeins skammur tími ár hvert til skipaferða, og ekki hafa skip komist um Davissund öllu fyrr en í byrjun júlí, og það jafnvel þótt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.