Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Qupperneq 144
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
koma farmenn í fyrsta skipti þar sem eru lönd til beggja handa þegar
siglt er inn í Fagureyjarsund. Sundið er mjótt hér, og á því sést greini-
lega til beggja stranda. L’Anse aux Meadows er á nyrsta odda þessa nýja
lands sem allt í einu birtist á bakborða. Kennileiti eins og Cape Bauld,
Great Sacred Island og Beak Point gera farmönnum auðvelt að hitta
höfnina. Á sólbjörtum sumardegi er staðurinn hrífandi, minnir á stað-
hætti víða á íslandi, og þaðan er skínandi útsýni yfir sundið.
En jafnvel þótt ekki sé allt tekið trúanlegt sem í sögununr stendur, þá
eru ýmsar mikilvægar vísbendingar sem gera það að verkum að
ómögulegt er að jafna nyrsta hluta Nýfundnalands við Vínland. Þegar
allt er til tínt úr heimildum sem geta Vínlands er augljóst, að saman-
borið við Markland var Vínland frjósamara, veðurfar var hlýrra, meiri
munur flóðs og fjöru, gæði landsins framandlegri og, framar öliu, fjöl-
breyttari.
Vínlandsfararnir héldu áfram í suður, lengra en til L’Anse aux
Meadows. í höggspónahrúgunni sem norrænir menn skildu eftir sig
voru tvær smjörhnetur, Juglans cinerea, sem er valhnotutegund. Nyrstu
slóðir þar sem smjörhnetur vaxa eru við mynni St. Lawrenceflóa og
norðausturhluta New Brunswick: þessar hnetur hafa aldrei vaxið á
Nýfundnalandi. Þær eru of stórar til þess að fuglar hefðu getað borið
þær þangað og of þungar til þess að fljóta, svo að þær hafa ekki getað
borist með straumum (sem einkum eru úr norðri í suður, á þessum
slóðum að minnsta kosti). Það er því ljóst að þessar hnetur hafa borist
í búðirnar með mönnum, og þar sem þær fundust þar sem norrænir
menn voru að bjástra er augljóst að þær hafa borist með þeim. Þar af
leiðandi hljóta norrænir menn á L’Anse aux Meadows að hafa stigið
fótum á land að minnsta kosti svo langt suðurfrá eins og syðri hluti St.
Lawrenceflóa. Og vert er að veita því athygli, að norðurmörk þeirra
svæða þar sem smjörhnetur vaxa eru að hluta hin sömu og villtra vín-
berja. Það er þess vegna ekkert sem mælir á móti því að norrænir menn
á þessum slóðum hafi af eigin raun kynnst landi hinna villtu vínberja.
Þá má spyrja: Hvað um L’Anse aux Meadows? Af hverju fundust
norrænar rústir þar, en ekki í New Brunswick, Quebec eða Nova
Scotia? Ef til vill finnast minjar norrænna manna einn góðan veðurdag
þar líka. Þegar litið er á landakort er auðvelt að sjá að L’Anse aux
Meadows mundi hafa verið prýðilega fallið til að vera bækistöð fyrir
landkönnun og til að afla fanga þar fyrir sunnan. Á norrænum siglinga-
leiðum gefst aðeins skammur tími ár hvert til skipaferða, og ekki hafa
skip komist um Davissund öllu fyrr en í byrjun júlí, og það jafnvel þótt