Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 149
SVEINBJÖRN RAFNSSON
BYGGÐ Á ÍSLANDI Á 7. OG 8. ÖLD?1
Um doktorsritgerð Margrétar Hermanns-Auðardóttur
í nýlegri doktorsritgerð Margrétar Hermanns-Auðardóttur er því
haldið fram að byggð hafi verið á íslandi á 7. og 8. öld.2 Pað er út af
fyrir sig ekki nýlunda að talið sé að ísland hafi verið byggt fyrr en Ari
fróði Þorgilsson taldi. Þannig taldi Einar Benediktsson skáld sig hafa
fundið hér rómverskar áletranir frá 4. öld. Um tíma hélt Kristján Eld-
járn því fram að byggð hefði verið hér löngu fyrr en Ari taldi og fékk
þá hugmynd af fundi forns rómversks penings á Suðausturlandi. Síðar
féll Kristján frá þessari skoðun. Fleiri hafa einnig haft þá skoðun að hér
hafi verið byggð löngu fyrr en Ari greinir þótt ekki verði þeir taldir að
sinni.3
Rétt er að líta á nokkrar ástæður þess að hugmyndum sem þessum
skýtur upp við og við allt frá lokum síðustu aldar í umræðu íslendinga
um sögu sína og fortíð. í fyrsta lagi virðast hinar samfélagslegu
1. Grein þessi er að stofni til erindi sem flutt var á fundi í Sagnfræðingafélagi íslands 25.
nóvember 1989. Bætt hefur verið við fáeinum tilvísanagreinum í heimildir og rit.
Aðrir sem fluttu erindi á þessum fundi voru Margrét Hermanns-Auðardóttir fil.dr.,
Margrét Hallsdóttir fil.dr. og Árný Sveinbjörnsdóttir Ph.D.
2. Margrét Hermanns-Auðardóttir, Islands tidiga bosdttning (Studia archaeologica
Universitatis Umensis 1). Umea 1989. Hér má geta þess að nokkrar niðurstöður
Margrétar af fornleifarannsóknunum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum sem birtar eru
í doktorsriti hennar höfðu birst áður: Margrét Hermannsdóttir, Fornleifarannsóknir í
Herjólfsdal, Vcstmannaeyjum 1971-1981. Eyjaskinna 1, 1982, bls. 83-127. Margrét
Hermannsdóttir, Merovingertida bosattning pá Island. Viking 49, 1986, bls. 135-145.
Merovinger eða mervíkingar er heiti á frankverskri konungsætt sem ríkti yfir
Frönkum frá um 480 til um 750 e.Kr. Mcðan ekki hefur verið sýnt fram á að þcssi
konungsætt konii við sögu íslands virðist óþarfi að nefna hana til, þótt Norðmenn
hafi kennt tímabil í sinni sögu við þessa fjarlægu konungsætt.
3. í fróðlegu viðtali Kristins E. Andréssonar við Kristján Eldjám koma fram nokkur atriði
um hugmyndir manna um byggð á íslandi eldri en Ari fróði telur. Sjá: ísland hefur
enga forsögu. Viðtal við dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð. Tímarit Máis og
menningar 27, 1966, bls. 352-365.