Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 152
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
De omnámnda brittiska 700- och 800-tals skrifterna understryker att
Island, under benámningen Thule, varit bebott under merovinger-
tid, fast det i dessa belágg inte beráttas nágot om invánarnas geo-
grafiska eller etnologiska bakgrund.
Þetta gengur í berhögg við það sem í ritunum stendur. Hvergi er þar
sagt að ísland gangi undir nafninu Thule. í hinu yngra þeirra segir að
eyjarnar í úthafinu norðan Bretlands séu stöðugt óbyggðar. Hvernig í
ósköpunum ættu ritin að segja frá þjóðerni og uppruna íbúa sem að
sögn annars þeirra eru ekki til? Petta er ekki aðeins óvönduð meðferð
heimilda heldur beinlínis rangfærsla á þeim.
Elsta sagnarit sem tengir saman sagnaeyjuna Thule og ísland er rit
meistara Adams frá Brimum sem skrifað er laust upp úr 1070.7 Engar
heimildir eru til eldri sem telja Thule vera ísland.
Af innlendum, þ.e. íslenskum, ritheimildum um upphaf byggðar á
íslandi skal ég ekki fara mörgum orðum um Landnámabækur, mér sýn-
ist við Margrét Hermanns-Auðardóttir vera sammála um margt sem
viðkemur þeim. En ég verð að lýsa óánægju minni vegna meðferðar
Margrétar á íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar. Það er væntanlega
ljóst að hin hefðbundna ársetning byggðar í landinu til ársins 874, sem
Margrét gerir lítið úr, er fengin úr Sturlubók Landnámu. Sams konar
tímasetning er einnig í Hauksbók Landnámu. Þriðja Landnámugerðin
Melabók, sem að mörgu leyti er upprunalegust, hefur ekki'neina slíka
tímasetningu. Hvaðan hefur Sturlubók þetta ártal um upphaf byggðar
í landinu? Svarið er að ártalið er lærður útreikningur, væntanlega frá 13.
öld, meðal annars á grundvelli tímatals íslendingabókar.8
En hvað segir 12. aldar heimildin íslendingabók um tímasetningu
upphafs byggðar á íslandi? Þar stendur að ísland hafi fyrst byggst úr
Noregi „í þann tíð“ er Játmundur hinn helgi Englakonungur var
drepinn, „En þat vas dccclxx epter burþ Cristz at þvi es ritiþ es j sogo
7. Magislri Adam Bremensis Gesla Hammaburgensis ecclesiae pontifuum, ed. B. Schmeidler
(Scriptores rerum Germanicarum in usum scholarum ex Monumentis Germaniae
Historicis separatim editi). Hannover 1917, bls. 271-274. Hér má einnig benda á
nýlega og vandaða þýðingu á sænsku: Adam av Bremen, Hislorien om Hamburgstiftet
och dess biskopar. Översatt av E. Svenberg. Stockholm 1984, bls. 234-235 og 255-256.
8. Landnámabók I-IIl Hauksbók. Sturlubók. Melabók m.m., udg. Finnur Jónsson. Koben-
havn 1900, bls. 7 (Hauksbók), 132 (Sturlubók). Sjá einnig greinargcrð Jakobs Bene-
diktssonar um hvernig reynt hefur verið að reikna á grundvelli Ara: íslendingabók
Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út (íslenzk fornrit I). Reykjavík 1968, bls.
xxxv-xxxvii og cxxxvii.