Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 155

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 155
BYGGÐ Á ÍSLANDI Á 7. OG 8. ÖLD? 159 urðu aðeins máður og lítilíjörlegur viðauki eða daufur endurómur hinna stórkostlegu ritheimilda, fornsagnanna. Margrét Hermanns-Auðardóttir virðist hafa tekið þveröfuga afstöðu miðað við Sigurð heitinn. Sýni úr fornleifum þeim sem hún hefur rann- sakað mælast með mjög háan aldur með geislakolsmælingu. Hún gengur út frá því að hinn mældi aldur sýnanna sé aldur fornleifanna. Forn latínurit með óljósum ritkækjum um sagnaeyjuna Thule eru tekin sem daufar vísbendingar um að geislakolsaldursgreiningarnar séu réttar aldursgreiningar á fornleifunum í Vestmannaeyjum. Atriði úr íslendinga- bók Ara fróða og Landnámabókum eru valin og notuð til að spinna upp tilgátur, ekki um litklæði, heldur um kristni íbúa íslands á 7. og 8. öld eins og daufur endurómur við hinar merkilegu geislakolsmælingar sem hljóta að hennar mati að tímasetja fornleifarnar í Vestmannaeyjum. Með sama hætti og viðhorf Sigurðar Vigfússonar stóðu mörg og féllu með tröllatrú hans á fornsögurnar standa viðhorf Margrétar hér og falla, með geislakolsaldursgreiningunum sem aldursgreiningum rústanna í Vestmannaeyjum. Nú þykir mér rétt að taka fram að ég er ekki að henda gaman að þeim Sigurði og Margréti. Sigurður hefur lengi átt aðdáun mína sem athugandi íslenskra fornminja við erfiðar aðstæður og hann bjargaði mörgum merkilegum heimildum til íslenskrar sögu. Eins hlýt ég að dást að elju Margrétar og þrautseigju við fornleifarannsóknirnar í Vest- mannaeyjum sem hófust að því er hún greinir fyrir ineira en 18 árum. En afstaða Margrétar til ritheimildanna er ekki gagnrýnin fremur en afstaða Sigurðar til fornleifanna. Þá er að fjalla um fornleifafræðina í doktorsriti Margrétar Hermanns- Auðardóttur. Flatarteikning af öllum rústunum í Herjólfsdal fylgir með ritinu í vasa innan á aftasta spjaldi. Það er venja þegar lagður er fram vitnisburður í formi teikninga úr fornleifarannsóknum að lesanda sé þá unnt að tengja teikningar saman lárétt og lóðrétt, láskurð og lóðskurð, flatarteikningu og sniðteikningu, að færi gefist á að staðsetja og meta vitnisburðinn. Þessari venju er ekki fylgt í riti Margrétar. Því miður er ógerningur að staðsetja nákvæmlega á flatarteikningu hvar sumar sniða- teikningar sem sýna jarð- og mannvistarlög eiga að vera. Verra er að svo virðist sem lesanda sé viljandi haldið í óvissu um þetta af höfundar hálfu. Með því að birta aðeins sniðabúta, sjaldnast lengri en um tveggja metra langa, oft um einn metra á lengd, með orðum eins og „úr sniði X“ eða „úr sniði O—P“ (frán sektion X, frán sektion O—P) verður stað- setning sniðabútanna mjög torveld. Þegar sniðabútarnir sumir eru skoðaðir sést þó, að út úr tóftum hús-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.