Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Blaðsíða 155
BYGGÐ Á ÍSLANDI Á 7. OG 8. ÖLD?
159
urðu aðeins máður og lítilíjörlegur viðauki eða daufur endurómur hinna
stórkostlegu ritheimilda, fornsagnanna.
Margrét Hermanns-Auðardóttir virðist hafa tekið þveröfuga afstöðu
miðað við Sigurð heitinn. Sýni úr fornleifum þeim sem hún hefur rann-
sakað mælast með mjög háan aldur með geislakolsmælingu. Hún
gengur út frá því að hinn mældi aldur sýnanna sé aldur fornleifanna.
Forn latínurit með óljósum ritkækjum um sagnaeyjuna Thule eru tekin
sem daufar vísbendingar um að geislakolsaldursgreiningarnar séu réttar
aldursgreiningar á fornleifunum í Vestmannaeyjum. Atriði úr íslendinga-
bók Ara fróða og Landnámabókum eru valin og notuð til að spinna upp
tilgátur, ekki um litklæði, heldur um kristni íbúa íslands á 7. og 8. öld
eins og daufur endurómur við hinar merkilegu geislakolsmælingar sem
hljóta að hennar mati að tímasetja fornleifarnar í Vestmannaeyjum. Með
sama hætti og viðhorf Sigurðar Vigfússonar stóðu mörg og féllu með
tröllatrú hans á fornsögurnar standa viðhorf Margrétar hér og falla,
með geislakolsaldursgreiningunum sem aldursgreiningum rústanna í
Vestmannaeyjum.
Nú þykir mér rétt að taka fram að ég er ekki að henda gaman að
þeim Sigurði og Margréti. Sigurður hefur lengi átt aðdáun mína sem
athugandi íslenskra fornminja við erfiðar aðstæður og hann bjargaði
mörgum merkilegum heimildum til íslenskrar sögu. Eins hlýt ég að
dást að elju Margrétar og þrautseigju við fornleifarannsóknirnar í Vest-
mannaeyjum sem hófust að því er hún greinir fyrir ineira en 18 árum.
En afstaða Margrétar til ritheimildanna er ekki gagnrýnin fremur en
afstaða Sigurðar til fornleifanna.
Þá er að fjalla um fornleifafræðina í doktorsriti Margrétar Hermanns-
Auðardóttur. Flatarteikning af öllum rústunum í Herjólfsdal fylgir með
ritinu í vasa innan á aftasta spjaldi. Það er venja þegar lagður er fram
vitnisburður í formi teikninga úr fornleifarannsóknum að lesanda sé þá
unnt að tengja teikningar saman lárétt og lóðrétt, láskurð og lóðskurð,
flatarteikningu og sniðteikningu, að færi gefist á að staðsetja og meta
vitnisburðinn. Þessari venju er ekki fylgt í riti Margrétar. Því miður er
ógerningur að staðsetja nákvæmlega á flatarteikningu hvar sumar sniða-
teikningar sem sýna jarð- og mannvistarlög eiga að vera. Verra er að
svo virðist sem lesanda sé viljandi haldið í óvissu um þetta af höfundar
hálfu. Með því að birta aðeins sniðabúta, sjaldnast lengri en um tveggja
metra langa, oft um einn metra á lengd, með orðum eins og „úr sniði
X“ eða „úr sniði O—P“ (frán sektion X, frán sektion O—P) verður stað-
setning sniðabútanna mjög torveld.
Þegar sniðabútarnir sumir eru skoðaðir sést þó, að út úr tóftum hús-