Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 3
ÖGURBRÍK
7
hólfið er alveg autt. Svo virðist sem hólf þetta eigi að tákna Krist óborinn.
Að baki smærri styttunum, einkum í hinum efri hólfum, geymist á nokkru
svæði sams konar gyllt málmþynna með þrykkiskrauti. Sú hneigð gerir vart
við sig í síðgotneskri list að koma fyrir skrautmunstri við baksvið. I útskurð-
inum er myndar framlengingu við boli miðsúlnanna tveggja er að ofan
höfð mynd stoðkonu (enska: caryatid). Konurnar, báðar eins, horfa fram
fyrir sig, sýnt er einungis höfuð, háls og bringa, og er hárið brúnleitt, húðin
hvít, og varir rauðar. Greind verða upphleypt, kringd atriði ofan við höfuð-
ið á myndum þessum og á bringu, og sést við bringuna afskeyting báðum
megin. Þarna er málað með svörtum lit og rauðum. Lóðréttur skrautrimill,
með ávölu lagi, sem gildnar niður, hann málaður hvítur, liggur niður frá
stoðkonumyndunum. Prýðir útskurður rimla þessa bæði að ofan og neðan,
og kúla með skáhöllum gárum er gerð milli þeirra og súlnahöfðanna sem
þarna eru. Gjarðir eru látnar umlykja súlurnar, rimlana og efri enda mynd-
atriðanna. Þessir hlutar eru gylltir, brúnir, rauðir og grænir. Súlubolirnir eru
hvítir, rauðir og grænir. Keimur alþýðulistar einkennir stoðkonurnar og
skreytinguna næst neðan þeirra.
Líkneskin í Ögurtöflu mynda fríðan hóp og litprúðan. Mótast ásýnd
þeirra af síðum klæðnaði og fellingaskrúði, eins og er um persónurnar sem
málaðar eru á vængjunum. Lúta líkneskin kröfum gotneska stílsins, nánar
tiltekið eldtunguskeiði hans (enska: flamboyant), en allt um það má segja
2. mynd. Miðhluti bríkarinnar frá Ögri. Ljósmyndastofa Þjóðminjasafns. Ivar Brynjólfsson.