Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 6
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd. Myndin utan á
vinstra væng: heilög
þrenning.
Ljósmyndastofa
Þjóðminjasafns.
lvar Brynjólfsson.
heilags anda, hvíta dúfu, sem snýr fram og teygir út vængina. Bjarma legg-
ur frá henni allt í kring, og er hann sem kringla, gul að innan en hvít utar.
Dökkgrænn himinn myndar bakgrunn. Andstæðni er milli hins rauða litar,
frumlitar, í skikkju guðs alföður, og hins græna litar himinsins, sem er hneigi-
litur við hann. Þýski málarinn Lucas Cranach eldri (1472-1553) stofnar til
leiks milli græns litar og rauðs í mynd sem lýsir áningu Jóseps og Maríu á
flóttanum til Egyptalands. Uti við jaðra þrenningarmyndarinnar sitt hvor-
um megin að ofan kemur í ljós fjöldi engla, og flestir eru þeir ekki mikið
meira en höfuðið eitt. Eru þeir látnir mynda tvær raðir, sem liggja upp og
niður, nálgast að ofan og sveigjast lítið eitt út frá myndarmiðju. Fjórir engl-
ar eru saman til vinstri, en fimm til hægri Neðst í röðunum er engill klædd-
ur hvítum kyrtli, og leggja báðir hendur saman. Öll vita höfuðin inn að
miðju. Málverkið hefur skemmst við báða þessa englahópa. Þó verða
greind hvít atriði að baki sumum höfðanna. Hár hinna tveggja neðstu engla
er brúnleitt, hinna ljóst eða ljósleitt.