Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 7
ÖGURBRÍK
11
Aftan á þessum bríkarvæng er lýst boðun Maríu, sem fer fram innan-
húss. í myndinni er horft á ská til hægri inn eftir all sérkennilegum húsa-
kynnum. Vinstra megin í framhluta myndar, þar sem verður opið svið,
stendur erkiengillinn Gabríel á tíglagólfi. Snýr hann all mjög að Maríu
guðsmóður, sem er hægra megin og næstum jafn framarlega. María krýpur
við bænapúlt, snýr fram, leggur saman hendur þannig að fingur snertast,
og greina má að hún lítur eilítið á ská niður fyrir sig og í átt að englinum.
Gabríel er hár vexti og ljóshærður, drúpir örlítið höfði, og sést að hann beyg-
ir lítillega vinstra hnéð. Hann er vængjaður, og ná vængirnir all hátt upp í
myndinni, hægri vængurinn er blágrænn að utan, hinn ljósblár að utan-
verðu og ljósbleikur að innan. Erkiengillinn hefur yfir sér gula skikkju,
tekna saman um haft ofarlega að framan, prýdda rauðbrúnu blómamunstri,
og rauðri og brúnni að innan, undir henni er hann í bláhvítum kyrtli með
ermum. Lyftir engillinn hægri hendi til að blessa, en mundar skrautlegan,
4. mynd. Myndin innan
á vinstra væng:
boðun Maríu.
Ljósmyndastofa
Þjóðminjasafns.
Ivar Brynjólfsson.