Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 11
ÖGURBRÍK
15
ilsins er þverskorið neðan. María lútir svolítið höfði og horfir á sveininn,
sem gerður er með all ellilegt andlit, og taka má eftir að hann leggur aftur
augun, má því halda að hann sofi. Hvítur dúkur er undir líkama hans. Við
höfuðin eru geislakringlur, gylltar, og frá jómfrú Maríu stafar birtu sem
sýnd er með hlykkjóttum, gylltum geislum, oddmjóum. Geislarnir liggja í
þéttri röð báðum megin við hana, eru lengstir við miðbik og styttast þaðan,
ná þeir frá geislakringlu Maríu og allt niður að kyrtillafi. Grunnurinn er
svartblár næturhiminn. Hér kemur fram litaandstæðni, þar eð hágult er
frumlitur og dökkblátt hneigilitur við hann. I öllum hornum þessa mál-
verks eru málaðar einkunnir guðspjallamannanna fjögurra, og tengjast
þeim hvítir borðar, sem ganga í bylgjum og vindast. A borðunum eru latn-
eskar áletranir með svörtu, gotnesku letri og sjá má svart flúr og díla. Að
neðan t.v. er ljón, tákn heilags Markúsar, og er það vængjað og gyllt, sökum
skemmda verður áletrunin ekki lesin öll, en greina má „sanctu". Gylltur örn
6. mynd. Myndin innan á
hægra væng: María og
Jesúbarnib.
Ljósmyndastofa
Þjóðminjasafns.
Ivar Brynjólfsson.