Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sérstakrar gleði. Mikið var flutt út af niðurlenskum altaristöflum til Norður-
landa á seinasta skeiði miðalda og í byrjun nýju aldar, einkum til Svíþjóðar.
Komu þær töflur aðallega frá Brussel og Antverpen, sem virðast hafa haft
einokunaraðstöðu varðandi þennan útflutning.
Málverk eftir hinn svonefnda Flémalle meistara, sem fræðimönnum hef-
ur virst vera sami maður og Robert Campin (1378-1444), nefnt Guðsmóðirin
tignuð, skýrir að vissu leyti Maríumyndina innan á hægra bríkarvæng, þótt
aldursmunur sé verulegur. Campin er fæddur í Valenciennes. Jómfrú María
sést sitja í hásæti á himnum, með Jesúbarnið. Höggmyndarleg eigind setur
svip á báðar myndirnar, og þær eru gerðar nálægt myndfletinum. Svo hag-
ar reyndar einnig í hinum vængjamálverkunum þremur. Staðsetning mynda
frammi við flötinn er talsvert kennimerki hjá Dirk Bouts og Hans Memling
(um 1433-1494). Saga niðurlenskrar málaralistar og notkun olíulita hefur
lengi verið látin hefjast með hinum víðfræga málara Jan van Eyck (um 1390-
1441), en þetta hefur breyst. Erwin Panofsky reifar málið gaumgæfilega í áður-
nefndu riti sínu, og er þar all viðamikil forsaga og ársaga niðurlenskrar list-
ar. Jan van Eyck er eins konar frumkvöðull verulega heildstæðra mynda af
einstaklingum og legg-
ur áherslu á jafnvægi,
tærleiki einkennir mál-
verk hans og er öllu gerð
skil út í hörgul. Verk hans
urðu mikil postilla. Þau
höfðu áhrif á list Dirk
Bouts. í tveimur málverk-
anna í Ogurbrík birtist
Kristur á fullorðins-
aldri. Andlitsgerðin er
all raunsæisleg, og virð-
ist sem höfð hafi verið
fyrirmynd. Sagt verður
að hliðstæður sjáist, þó
ekki mjög nánar, í hinni
mikilfenglegu fjöltöflu
(enska: polyptych) eftir
Roger van der Weyden
7. mynd. Heilagur Lúkas
málar Maríu mcy og
Jesúbarnið.
Roger van der Weyden.
J