Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 17
ÖGURBRÍK 21 við dyr kirkna að altarinu. Setja altarisbríkur svip á hinar svonefndu salar- kirkjur (þýska: Hallenkirche) þessa tíma. Sú tegund kirkna er þó eldri í Evr- ópu. Margt hefur verið byggt í eldtungustíl, fræg dæmi eru kirkjan La Trinité í Vendómc, kirkja heilags Wulframs í Abbeville og smjörturninn í dómkirkju Rúðuborgar, til þessa flokks telst einnig ráðhúsið í Louvain, skrautlegasta ráðhús Niðurlanda. Kristsmyndirnar utan á hurðunum megna að lýsa innri persónueigind, ef svo mætti að orði komast, einhverju því sem við eigum við með orðinu manngildi. Þær sverja sig að vissu leyti í ætt við andlitsmyndir Roger van der Weydens, þótt einhverjum þætti jafnvel hæpið að gera slíkan saman- burð. Sama verður sagt um mynd guðs alföður utan á vinstri hurð, en við hana ber að hafa í huga nákvæma hliðstæðu í Þýskalandi. Þegar skoðuð eru málverkin á úthliðunum er ljóst að þau hvíla á talsverðu samhvarfi (enska: symmetry), markast af nokkurri notkun fjarvíddar og grunnurinn veit beint við. Líklega gætir hér áhrifa frá Dirk Bouts og tengsl birtast við þýsk lista- verk. Hin skáhalla högun í boðun Maríu dregur athygli áhorfandans að miðri brík, að líkneskjunum þar, og sams konar tengsl við miðhlutann komast á þar sem er jómfrú María með Jesúbarn- ið. Ekki má framhjá því líta að persónur á vængjunum eru allar hávaxnar, og stafar þetta án efa af áhrifum frá Dirk Bouts. Hvað líkneskin áhrærir má fall- ast á að Kristur og guð alfaðir séu eiginlega hávaxnir. Hald- ast þannig í hendur skurðlist og málaralist í bríkinni. Líklegt verður að teljast að gengið sé í smiðju hjá helgileikum miðalda. Koma mér í hug ummæli Emile Máles um leikana og myndlist- ina. I gömlum frönskum bók- um rekast menn oft á ristu sem sýnir Krist frammi fyrir guði alföður. Er Kristur þarna með 9. mynd. Krýning jómfrú Maríu í bríkinni í Herzebrock.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.