Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 17
ÖGURBRÍK
21
við dyr kirkna að altarinu. Setja altarisbríkur svip á hinar svonefndu salar-
kirkjur (þýska: Hallenkirche) þessa tíma. Sú tegund kirkna er þó eldri í Evr-
ópu. Margt hefur verið byggt í eldtungustíl, fræg dæmi eru kirkjan La
Trinité í Vendómc, kirkja heilags Wulframs í Abbeville og smjörturninn í
dómkirkju Rúðuborgar, til þessa flokks telst einnig ráðhúsið í Louvain,
skrautlegasta ráðhús Niðurlanda.
Kristsmyndirnar utan á hurðunum megna að lýsa innri persónueigind,
ef svo mætti að orði komast, einhverju því sem við eigum við með orðinu
manngildi. Þær sverja sig að vissu leyti í ætt við andlitsmyndir Roger van
der Weydens, þótt einhverjum þætti jafnvel hæpið að gera slíkan saman-
burð. Sama verður sagt um mynd guðs alföður utan á vinstri hurð, en við
hana ber að hafa í huga nákvæma hliðstæðu í Þýskalandi. Þegar skoðuð eru
málverkin á úthliðunum er ljóst að þau hvíla á talsverðu samhvarfi (enska:
symmetry), markast af nokkurri notkun fjarvíddar og grunnurinn veit beint
við. Líklega gætir hér áhrifa frá Dirk Bouts og tengsl birtast við þýsk lista-
verk. Hin skáhalla högun í boðun Maríu dregur athygli áhorfandans að
miðri brík, að líkneskjunum
þar, og sams konar tengsl við
miðhlutann komast á þar sem
er jómfrú María með Jesúbarn-
ið. Ekki má framhjá því líta að
persónur á vængjunum eru
allar hávaxnar, og stafar þetta
án efa af áhrifum frá Dirk Bouts.
Hvað líkneskin áhrærir má fall-
ast á að Kristur og guð alfaðir
séu eiginlega hávaxnir. Hald-
ast þannig í hendur skurðlist
og málaralist í bríkinni. Líklegt
verður að teljast að gengið sé í
smiðju hjá helgileikum miðalda.
Koma mér í hug ummæli Emile
Máles um leikana og myndlist-
ina. I gömlum frönskum bók-
um rekast menn oft á ristu sem
sýnir Krist frammi fyrir guði
alföður. Er Kristur þarna með
9. mynd. Krýning jómfrú Maríu
í bríkinni í Herzebrock.