Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 19
ÖGURBRÍK
23
boðun Maríu. Er endi sætisins einnig á sama stað í mynd og bænapúltið og
snýr eins við. Þetta stafar varla af einskærri tilviljun. Stange álítur að Liesborn
meistarinn hafi unnið í umhverfi Roger van der Weydens og Dirk Bouts.
Hafi hann þá lært rétta byggingu myndar með tilliti til rúms. Annars urðu
lönd hins þýska menningarsvæðis öll fyrir stíláhrifum frá Flæmingjalandi
um 1450. Efst í mynd til vinstri þar sem lýst er boðun Maríu í Ögurtöflu er
svört grind sem minnst hefur verið á, eins konar innri gluggi, snýr hún ská-
hallt við, en fjarvídd er ekki gallalaus. All hliðstæður myndhluti, einnig með
fjarvíddargalla, kemur í ljós í mynd af musterisheimsókninni í Liesbornbrík.
Þetta er gluggi í kirkju, í vegg, sem gerður er við miðbik, innri gluggi. Fæst
hér merk vísbending um tengsl við brík okkar.
Hinn ljúfi mikilleiki guðsmóðurinnar innan á hægra vængnum í Ögur-
töflu leiðir hugann að list Flórensborgar. Næturhimninum í myndinni má
finna hliðstæð dæmi í franskri og niðurlenskri list. Það var trú að erkieng-
illinn Gabríel tengdist mánanum. I vængmynd þessari er skarðmáninn tals-
verður kjarni. Verður þannig samsvörun við boðunarmyndina. Kyrtill Maríu
í vængmyndinni og himinninn þar eiga eitthvað skylt við litglugga hinna
gömlu kirkna. Limbourg bræður, þeir Pol, Herman og Jean, ættaðir frá
Flæmingjalandi, unnu á franskri grund við upphaf 15. aldar, og eru ógleym-
anlegir vegna lýsinga sinna í bókinni „Les trés riches heures du duc de
Berry". Dafnaði hjá þeim stíll sem hefur verið nefndur hinn alþjóðlegi gotn-
eski stíll, hann er orðinn mótaður um 1400, en upphaf hans er rakið til Siena
málarans Simone Martinis (um 1282-1344). Þeir Limbourg bræður reyndu
að bregða upp næturhimninum. Menn verða þess sama vísari hjá Jan van
Eyck. Ósvikin nótt hvelfist yfir í málverki Hollendingsins Geertgen tot Sint
Jans af fæðingu Krists. Mun Geertgen einkum hafa starfað við lok 15. aldar.
Málverk eftir Flæmingjann Jan Pro-
vost (líkl. 1462-1529) er all Mðstætt
næturmyndinni í Ögurbrík. Þetta er
tafla í Einsetusafninu í Pétursborg, er
sýnir Maríu með Jesúbarnið, engla,
spámenn og völvur. Stendur guðs-
móðirin á mánasigð, sem snýr eins
og mánasigðin í Ögurbrík, frá líkama
hennar leggur birtu, en sviðið er
rökkvað. Jan Provost telst til þeirra
10. mynd. Andlit Krists í þrenningar-
myndinni á vinstra væng. Ljósmyndastofa
Þjóðminjasaþis. lvar Brynjólfsson.