Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
line Sonkes styðjast við þetta verk þegar hún hallast að því að Ögurtaflan
sé frá því snemma á 16. öld. Quentin Massys er seinna staddur í stílsög-
unni en sá sem málaði vængjamyndirnar, en við gletturnar liggja leiðir
þeirra saman. Sagt hefur verið að rómantísk stefna um miðaldir Frakklands
hafi fæðst þar í landi við áhrif endurreisnarinnar og sé þaðan runnið yfir-
bragð garðanna í Leirudal. Rómantíska list þekkjum við aðallega meðal lista-
verka 18. og 19. aldar, en rangt væri að einskorða sig alveg við þessa tíma.
Benda menn á að greina megi rómantískan þátt hjá hinum frægu endur-
reisnarmálurum Altdorfer (um 1480-1538), Giorgione (1477-1510) og Leon-
ardo da Vinci. Mikið húsagerðarlegt ágæti einkennir garðana Chambord,
Blois, Chenonceau, Amboise og Azay-le-Rideau í Leirudal. I hinu ágæta stein-
smíði héraðsins geymast handa-
verk ítalskra jafnt sem franskra
handverksmanna. Frans I. Frakka-
konungur (1494-1547) sat um skeið
í Amboise. Hann kallaði til sín þang-
að Leonardo da Vinci, og dvaldist
hinn ítalski fjölhugi í nánd við að-
setur konungs til dauðadags.
Höfundur vængja Ögurtöflu verð-
ur að teljast íheldinn og margt í
verkunum verður rakið til eldri
málara. Quentin Massys horfir til
fortíðarinnar, samt er það hvergi
nærri í jafn ríkum mæli. Hann er
glögglega undir áhrifum frá end-
urreisnarstílnum og mun sækja
myndvaka til Leonardo da Vincis.
Annars orkuðu Niðurlendingar á
ítalska málaralist þessa skeiðs,
eins og sést t.d. hjá Antonello da
Messina, Piero della Francesca
o.fl. Lærðu Italir af hinni ágætu
birtumeðferð og glæstum litum í
niðurlenskri list. A síðara hluta 15.
aldar iðkuðu niðurlenskir málarar
það mjög að vinna með verk Flé-
12. mynd. Tréstytta af Jóhannesi skírara
frá 15. öld. Louvre-safn.