Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 26
30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Samhvarf ræður í myndbyggingu og samhæfing einstakra myndhluta er falleg. Sýndar eru hér hinar þrjár guðlegu persónur, allar krýndar, Jesús Kristur, María guðsmóðir og guð alfaðir, í þessari röð og talið frá vinstri til hægri. Guð alfaðir situr hægra megin, en María og Kristur krjúpa á gólfinu. Snýr jómfrú María beint frarn og heldur höndum fyrir framan sig þannig að fingurgómarnir snertast, en Kristur og guð alfaðir snúa hálfvegis að henni. Hefur Kristur yfir sér skikkju sem hylur hann ekki alveg, og er hann nakinn við bringu. Hann er með sítt, dökkt hár, sem fellur niður á herðar, og dökkt skegg, sem vex um kjálkana og teygist að efri vör. Hann er með uppháa, lokaða kórónu, með litlum krossi að ofan, og styður með vinstri hendi við gagnsæja veraldarkúlu, sem liggur á einhverri upphækkun, en ofan á kúl- unni kross og gjörð er utan um hana, með hægri hendi snertir hann kórón- una á höfði Maríu. Er sú kóróna upphá og opin, og lítill kross á efst. Andlit Maríu er sporbaugslaga og ennið hátt, hárið sítt, ljósleitt og liðað. Klædd er hún skrautofnum kyrtli með ermum, hálsmálið kringt, og hún ber skikkju. Drottinn snertir kórónu Maríu með hægri hendi en leggur vinstri hönd á bók sem hvílir í kjöltu honum. Kristur er berfættur, en Drottinn með skó á fótum. Þríhyrningsskipan kemur vel í ljós við myndina af Maríu. Neðst er tíglagólf, skreytt, sem hallar fram. Að baki í mynd liggja þrír bogar í röð þversum yfir málverkið, bogar þessir nokkurn veginn jafn háir allir. Tengj- ast þeir hvelfingu og sjá má að miðboginn hvílir á tveimur grönnum súlurn. Ber persónurnar þrjár við bilin sem til verða. Bogarnir minna nokkuð á boga í miðaldalist Ítalíu. Þil er aftan miðbogans og þess sem er til hægri, en op er undir boganum til vinstri og þar rnyrkur. Eins og tíðum í gömlum handrita- lýsingum kemur fram myndhluti sem hylur aðalefni myndarinnar að ofan- verðu og úti við langbrúnir báðum megin. Er þarna fallegur kjölbogi, þrí- skiptur, þversum í mynd, skreyttur krækiblómum. Lag hans fylgir áður- nefndum bogum en þil tekur við ofan hans, þar sem sjást tveir lóðréttir stólpa- endar sitt hvorum rnegin við miðju. Endar kjölbogans hvíla á grannri súlu. Ljósið fellur inn frá vinstri hlið, eins og í vængmálverkum Ögurtöflu. Tvær tunnuhvelfingar eru gerðar í boðunarmynd hennar. Flémalle meist- arinn hefur tunnuhvelfingu í málverki af Jóhannesi skírara og Heinrich Werl í Prado, þetta atriði sést í Miraflores altarisbríkinni eftir Roger van der Weyden, í mynd hans af Kristi og Maríu í Metropolitan safninu, og í Col- umba brík hans, í boðuninni eftir Dirk Bouts í Prado, og loks má geta mynd- ar eftir Joos van Cleve (d. 1540) af hinni heilögu fjölskyldu. Tjöldin í efra hluta krýningarmálverksins í bríkinni og brúðurnar við bakhlið hásætisins, með stúfsúlum að ofan, vísa leiðina að barokkstílnum. Tvær stúfsúlur eru við bak hásætis í mynd af Maríu mey og Jesúbarninu eftir Quentin Massys sem er í Berlín. Er hásætið úr steini, og téðar súlur úr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.