Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Uppmæling á Aðalhelli
Rútshellir skiptist í tvennt, Aðalhelli og Stúku, sem gengur hornrétt á
aðalhellinn miðjan. Framan við hann er fjárhús en á þessari öld hefur hell-
irinn lengst af verið notaður sem heyhlaða.
Lengd Aðalhellis mælist 16,3 m frá botni og út í fjárhúsið sem stendur við
hann (2. og 3. mynd). Hann er beinn en þrengist lítið eitt inn á við, mesta
breidd er 4,8 m en innst, þar sem hann er mjóstur, er hann 3,7 m. Lofthæðin
er nokkuð jöfn. Yst er hún víðast 2,5-2,7 m en innst 2,2 m. I munnanum er
gróf í gólfinu og í henni eru þrep upp í hellinn. Þau eru þrjú en hafa ef til
vill verið fleiri, neðstu þrepin sjást ekki og efsta þrepið er eytt af langvar-
andi sliti svo þar er einungis ójafn halli upp í hellinn. Gólfið þar inn af er
óslétt og hallar upp á við inn hellinn, er um 1,6 m hærra innst en yst. Aber-
andi dæld er í gólfinu sem teygir sig utan frá munna og inn fyrir miðjan
helli. Dældin er óregluleg í lögun og óslétt í botninn og stingur að því leyti
í stúf við aðra hluta hellisins. Engin merki um flór eða lokræsi er að sjá en
vatnshalli er alstaðar út. Þó verður ekki vart við leka nema út við munnann.
Með norðurvegg er áberandi slétt ræma sem afmörkuð er með rás í gólfinu.
Rásin er víðast 5-10 cm breið en grunn. Sums staðar er hún þó eydd (2. mynd).
Ræman er víðast 20 cm breið og liggur nokkuð jafnt hallandi frá munna og
inn undir botn, þar sem hún endar tæpan metra frá gafli. Samskonar ræma
1. mynd. Rútshellir. Ljósm. Hallgerður Gísladóttir.