Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 35
RÚTSHELLIR
39
mynd). Veggirnir eru bogsveigðir inn frá munna, lóðréttir neðan til en
engin glögg skil verða þar sem hvelft þakið tekur við. Stúkan er öll áferðar-
fallegri að innan en Aðalhellirinn og gólfið er lárétt og slétt. Meitilför sjást
vart á veggjum og lofti en á örfáum stöðum eru smágöt í veðrunarhúðina,
aðallega meðfram sprungu sem gengur þvert yfir loftið utanvert. Innst í
hellinum er bálkur mikill höggvinn í bergið, rúmstæði Rúts, samkvæmt
þjóðsögum (4. mynd). Þar verður 1,7 m upphækkun á gólfinu. Veggurinn
upp í rúmið, rúmstokkurinn, er brattur en ekki lóðréttur. Þrjú óglögg þrep
eru í honum við munnann niður í Aðalhelli. Enn ógleggri þrep eru lengra
til hægri. Rúmbotninn er sléttur 1,5 m á breidd og 2,7 m á lengd. Þaðan eru
2 m upp í þak þar sem hæst er. Gat er í rúmbotninum niður í Aðalhelli. Það
er ekki fyrir miðju rúmi heldur nær austurvegg og alveg við hellisgafl.
Raunar hefur þurft að taka aðeins úr gaflinum fyrir gatinu.
A veggjum Stúku eru bitaför, 5 í röð beggja vegna, öll í sömu hæð og
botn rúmsins. Förin í austurvegg eru slétt að neðan en bogsveigð að ofan,
10-13 cm djúp. Förin á vesturvegg eru grynnri og með gróp út frá sér til að
smeygja bitunum í sæti sín. I inngangi eru för eftir þvertré sem tengjast
dyraumbúnaði eða þili sem þar hefur verið. Einungis efstu förin sjást, lík-
lega eru fleiri bak við hleðsluna. Berghöld eru aðeins þrjú. Eitt tákn er á
hvorum vegg út undir inngangi og einfaldur kross á gaflvegg (5. mynd).
Aðrar áletranir sjást ekki.
Skammt innan við hleðsluna í inngangi eru tvær holur í gólfinu (2. og 6.
mynd). Sú innri er 28x63 cm á kant og 12-14 cm á dýpt. Hin er ferningslaga
40x40 cm og sá barmur hennar sem að inngangi snýr eilítið bogsveigður.
Hún er 20-25 cm djúp. Utar er lítil upphækkun í gólfinu. Þar hefur verið
3. mynd. Þversnið og langsnið afRútshelli. A 2. mynd má sjá hvar sniðin eru tekin.