Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 40
44 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS smeygt í berghaldið og dýrið reyrt með hálsinn þétt við steininn. Höfuð- slagæðin lá þá yfir holunni, sem Gehl giskaði á að væri hlautbolli. Dýrið var skorið og blóðið flæddi í bollann og út um skarðið eða rennuna í barmi hans og niður í ferningslaga holuna á gólfinu, í hinni stóð öndvegissúla. Beint yfir bollanum og deyjandi dýrinu lá ósýnileg „töfralína" milli táknanna á veggjunum beggja megin. Frammi í samkomusalnum í Aðalhelli sat fólkið sem að blóti kom við snarkandi langelda á gólfi og beið þess að kjötið yrði fært fram til steikingar. Þetta sáu Gehl og félagar hans fyrir sér í Rútshelli sumarið 1936. Þeir áttuðu sig hins vegar ekki á að hellirinn var manngerður og þeim kom ekki til hugar að berghöldin gætu verið til að tjalda hann inn- an. Þrátt fyrir það voru þeir í upphafinni stemmingu yfir hinni glæstu nor- rænu fortíð og heima í þriðja ríkinu sátu nasistar á hátindi ferils síns og héldu Olympíuleika með pomp og pragt. Smiðja forn Sr. Olafur Pálsson í Eyvindarhólum hafði allt aðrar hugmyndir en hér að ofan er lýst. Hann segir að í móbergsgólf Stúkunnar séu höggnar „holur sem sagt er að sé nóstokkur Rúts, aflgröf hans, steðjastæði hans". I skýrsl- unni teiknar hann holurnar upp án mælikvarða, og sést að aflanga holan er nóstokkurinn, ferningslaga holan er aflgröfin og steinninn með litlu hol- unni er steðjastæðið. Nóstokkur er ker eða ílát sem notað var undir vatn til að snöggkæla og herða járn við smíðar. Steðjastæði, sem stundum var nefnt steðjaþró, var til að skorða niður steðja. Hugsanlegt er að gerð steðja- þróarinnar geti gefið vísbendingar um aldur hellisins. Aflgröf tengdist einn- ig járnsmíði. Þar sem steðjastæðið er á upphækkaðri móbergsklöpp, sem skilin hefur verið eftir í gólfinu þegar hellirinn var höggvinn, má ljóst vera að þarna hafa menn strax í upphafi hugsað sér að gera smiðju. „Að setjast í aflgröf" Orðið aflgröf er athyglisvert. í afmælisriti Sigurðar Þórarinssonar, Eldur er í norðri, er grein eftir Kristján Eldjárn sem nefnist „Að setjast í aflgröf", en þar lýsir hann smiðjunni í Stöng í Þjórsárdal. Orðið er fágætt, kemur einu sinni fyrir í fornum ritum og utan orðabóka fann Kristján það einungis á tveimur stöðum hjá annálariturum seinni alda. Skýrsla sr. Ólafs var ekki komin út á prenti þegar Kristján ritaði grein sína en þar kemur orðið fyrir í þriðja sinn í seinni tíma heimildum. í grein sem höfundar skrifuðu í Lesbók Morgunblaðsins 1995 eru auk þess tilgreindar fleiri heimildir þar sem afl- gröfum er lýst án þess að þær séu nefndar því nafni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.