Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 47
EGYPSKU MUNIRNIR í DÁNARGJÖF WILLARDS FISKE 51 einnig að nokkru kostað uppgröft og endurreisn á fornu hofi sunnarlega í Egyptalandi en ekki er getið hvar.2 Þær heimildir, sem varðveist hafa um söfnun Fiske á egypskum forngrip- urn, benda til að hann hafi verið sérdeilis athafnasamur meðan hann dvald- ist í Egyptalandi veturinn 1888-1889. Þá sótti hann um og fékk hinn 3. janúar 1889 sérstakt leyfi ritað á frönsku frá Service de conservation des antiquiés de l'Egypt, til að skoða fornminjar í suðurhluta Egyptalands, jafnt þær sem séu opnar almenningi sem og þær sem lokaðar eru, til 30 janúar 1889.3 En Fiske hafði ekki fyrir því að bíða eftir leyfinu og var orðinn ærið tiltekt- arsamur á fornminjasvæðum í Suður-Egyptalandi strax í desember 1888. Þann 16. desember er hann staddur í Is-m-kheb við Níl. Þar eru leifar borg- ar sem Fiske taldi að væri frá tímum 18. konungsættar, því hann fann merki Þótmesar III faraós á leirsteinunum sem húsin voru byggð úr. Bréf sem hann skrifaði Charles Dudley Warner frá Is-m-kheb gefur góða innsýn í að- farir sumra vestrænna ferðamanna á 19 öld. Þar segir Fiske: „I klettinum undir bænum moraði allt í gröfum og lét ég opna sumar þeirra. I þeim voru steinþrær, stundum 12 eða fleiri í einni gröf. Eg var á höttunum eftir fallegri kistu úr graníti til að taka með mér en þær sem ég fann voru allar úr sand- steini og án áletrana. Ur einni þeirra náði ég hluta úr múrníu sem hafði legið þar óhreyfð í 3000 ár. Kannski tek ég með mér eina kistu í bakaleiðinni nið- ur eftir ánni."4 Það sem Fiske aðhafðist þarna í Is-m-kheb er reyndar meira í ætt við at- hafnir ævintýrapersóna á borð við Indiana Jones en vinnubrögð fornleifa- fræðinga, jafnvel á síðari hluta 19. aldar, en á hitt ber og að líta að með slík- um hætti var framganga Evrópumanna í þeim löndum sem nú tilheyra þriðja heiminum. Osagt skal látið hvort Fiske hefði komist upp með svona skemmdarverk á þeim slóðum sem lágu nær valdamiðstöðv- um Breta í Egyptalandi og þar sem Umsjón- arstofnun egypskra fornminja átti betra með að fylgjast með ferðamönnum. Eins og áður sagði lést Fiske árið 1904 og það liðu 5 ár þar til munirnir sem hann ánafn- aði Þjóðminjasafninu höfðu skilað sér til Is- lands. Ekki var þó allt sem ljósast um heim- sendingu gripanna því að þegar Matthías Þórðarson fór að grafast fyrir um uppruna og 1. mynd. Willard Fiske. Þjóðminjasafn Islands, MMS 22624.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.