Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 49
EGYPSKU MUNIRNIR í DÁNARGJÖF WILLARDS FISKE
53
þetta hjá próf White, og láta þig vita ef eg verð einhvers vísari þar að lút-
andi."8
Skömmu síðar fékk svo Matthías endanlega sönnun þess að engar upp-
lýsingar væri að hafa um þessa muni vestanhafs í bréfi frá Horatio S. White.
Þar segir: „Mér þykir fyrir því en mér er ómögulegt að gera nokkra viðhlít-
andi grein fyrir þeim munum sem ég sendi til Islands frá Flórens. Flestir
voru að ég held egypskir þó að vera megi að meðal þeirra séu nokkrir mun-
ir upprunnir hjá amerískum indjánum."9
Ekki er vitað um aðrar tilraunir til að grafast fyrir um uppruna munanna
í safni Willards Fiske. 1 þessari atrennu verður aðeins fjallað um þá hluti
sem með nokkrum líkum má telja egypska. Aðrir munir svo sem málverkin
og þeir sem upprunnir eru fyrir vestan haf eða bera arabísk kennimerki
verða að bíða betri tíma.
Örfá orð um egypska list og sögu
Það er algengur misskilningur að Egyptar hafi verið mjög uppteknir af
dauðanum. Það er líklega vegna þess að flestir þeir munir sem varðveist
hafa frá Egyptalandi hinu forna tengjast gröfum og dauða með einhverjum
hætti. A þessu er einföld skýring. Það eru einmitt grafhýsi og haugfé sem
höfðu besta möguleika á að varðveitast fram á okkar daga. Grafhýsin voru
ýmist byggð úr hörðum steini eða grafin í jörðu þar sem minni hætta var á
raski. Híbýli manna voru hlaðin úr leirsteini sem veðrast og hverfur. Þau
íbúðarhús og vistarverur almennings, sem tekist hefur að rannsaka, bera
með sér að þar hefur listfengi og litagleði Egypta ekki síður fengið að njóta
sín en í grafhýsum og á haugfé. Nú er það og svo að mikið af egypsku haug-
fé eru eftirlíkingar þeirra hluta sem fólk notaði í sínu daglega lífi þannig að
þeir gefa okkur greinagóðar upplýsingar um líf og starf Egypta hinna
fornu.
Aður en lengra er haldið er rétt að gera í stuttu máli grein fyrir skiptingu
egypskrar sögu eftir tímabilum. Fornríkið egypska varð til um 2686 f.Kr. og
hélt velli til 2181 f.Kr.10
Þá hófst hið svonefnda fyrsta upplausnartímabil 2181 f.Kr.-2050 f.Kr., en
það er kallað svo vegna þess að þá leystist ríkið upp í mörg smáríki sem áttu
í sífelldum erjum sín á milli.
Þegar þessari upplausn lauk varð miðríkið til, um 2050 f.Kr., og stóð til
1786 f.Kr.
Eftir fall þess hófst annað upplausnartímabilið 1786 f.Kr.-1567 f.Kr.
En eftir það reis nýríkið, 1567 f.Kr.-1085 f.Kr., en á því tímabili varð
Egyptaland hvað víðlendast og öflugast.