Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
anna er fórnarstallur hlaðinn fórnargjöfum, þar á meðal lótusblómum sem
einnig tákna lífið. Nafn hins látna og föður hans eru vel læsileg í lóðréttu
línunni á töflunni miðri. Neðst er nafn móður hans en ekki hefur tekist að
lesa úr því.12
Taflan hefur brotnað vinstra megin en auk þess er klofið ofan í hana að
ofan og málningin hefur flagnað af á nokkrum stöðum. Hún er um 49 cm
að lengd og 30,5 cm að breidd. Henni er kornið fyrir í kassa úr svartlökkuð-
um viði með glerloki, á börmum hans er gyllt, flúruð umgerð. Kassinn er 52
cm að lengd, 34 að breidd og 8 að hæð.
Þessa minningartöflu keypti Fiske af Mustafa Agha, vel þekktum egypsk-
um forngripasala, í leiðangrinum árið 1881.13
8. Papýrusblað með áletrun á koptísku, mjög rifið, en á milli tveggja glerja,
26, 2 cm x 19,2 cm að stærð. Koptískan er afkomandi fornegypskunnar en
var skrifuð með grísku letri sem var lagað að koptískunni. Þegar kristni fór
að vinna á í Egyptalandi og hinir kristnu þurftu að nota ritmál hikuðu þeir
við að nota híeróglífrið og leturtegundir skyldar því vegna þess að það þótti
of tengt heiðnum sið.14 Þetta letur féll því í gleymsku á 4. og 5. öld e.Kr. eða
þar til Jean Frangois Champollion tókst að ráða það að nýju á fyrri hluta 19.
aldar.
3. mynd. Gripur nr. 8, papýrusblað með áletrun á koptísku. Ljósmynd Gísli Gestsson.