Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 54
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. Gripir nr. 12 og 13.
Fjalir úr múmíukistu frá tímum
21. konungsættar. Nr. 13 er til
vinstri, en nr. 12 til hægri.
Ljósmyndastofa Þjóðminjasafns.
Ivar Brynjólfsson.
meira með því að selja hana í
bútum heldur en í heilu lagi.
Slíkt munu hafa verið algeng
vinnubrögð hjá grafarræningj-
um.17 Sagarförin eru greini-
leg, einkum neðan á nr. 13.
Ekki eru neinir þekkjanlegir
guðir á fjöl 12. Hún er 54 cm
að lengd, um 13,2 cm að breidd
og 1,8 cm að þykkt.
A númer 13 eru tvær myndir
af Osíris þar sem hann situr,
smurður eins og múmía. Fjöl-
in er 48 cm að lengd, um 13,5
cm að breidd og 1,5 cm að
þykkt. Þessar fjalir eru úr
kistu frá tímum 21. konungs-
ættar (1085 f.Kr.-945 f.Kr.).18
14. Máluð andlitsmynd úr tré af múmíukistu. Augnabrúnir og brár eru
svartmálaðar en augun hvít með svörtum sjáöldrum. Andlitið er rauðbrúnt.
Á höfðinu er máluð húfa eða höfuðdjásn með skrautbekk. Myndin er
hnakkalaus, flöt að aftan, um 25,5 cm að lengd, 24,2 cm að breidd. Andlitið
sjálft er þó ekki nema 17 cm að lengd og 8,3 cm að þykkt. Andlitsmyndin er
frá því um 900 f.Kr., þriðja upplausnartímabilinu.
15. Dánargríma úr pappakenndu efni, gerðu úr papírus og grisju úr hör,
stífuðu með gifsi og síðan málað á gifsið. Dánargríman er mikið gyllt, augun
eru svört og hvít og augnabrúnir bláar. Á vöngum og yfir enni eru bláar og
gular rendur en ofan á hvirfilinn er málaður tordýfill og sól. I kringum koll-
inn eru skraut- og helgiletursbekkir. Aftan á hnakkanum eru goðamyndir
og híeróglífur. Málningin er sums staðar farin að flagna af, einkum á enn-
inu. Dánargríman er um 26,2 cm að lengd um enni og hnakka, 22 cm að
breidd, hæðin að framan og aftan, þar sem brjóst og herðar hafa tekið við,
er um 35 cm. Grímur af þessu tagi þekkjast allt frá tímum miðríkisins. Þegar