Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er farinn að rnolna á nokkrum stöðum. Styttan mun vera frá Naukratis, borg
í óshólmum Nílar, og frá hellenískum eða rómverskum tíma. Naukratis var
helsta verslunarnýlenda Grikkja í Egyptalandi.
Það eru gömul sannindi að fátt sé nýtt undir sólinni og hörpuleikarinn
sannar svo ekki verður um villst að Forn-Egyptar tengdu kynlíf og tónlist
rétt eins og tíðkast á okkar tímum, einkum í dægurtónlist.
27,28,29. Þrjár litlar shaptistyttur með bláum glerungi, 8 cm að hæð. Þær
munu frá tímum Ptólemaíættarinnar. Allar eru því sem næst eins, í múmíu-
líki en með andlit líkt og á einhverju dýri eða fugli og með lausskegg bund-
ið við hökuna.
30. Bronsstytta af sporðdreka með fuglshaus, rándýrsfætur og uppspert-
an hala. Kattarhaus liggur niður á milli framlappanna þannig að engu er
líkara en skepnan sé tvíhöfða. Neðan á eru tvær plötur með göturn sem
ganga lóðrétt niður og hefur styttan verið fest á eitthvað. Kvikindið ber tvö-
földu kórónuna. Styttan er 4,6 cm að hæð, 7 cm að lengd og 2,4 cm að breidd
og frá tímum síðkonungdæmisins eða Ptólemaíættarinnar, 600-700 f.kr.
31. Anúbisstytta úr bronsi frá því um 600 f.Kr. eða síðar. Myndin sýnir
nakinn mann með sjakalahaus í mittisskýlu, sem skreytt er með fíngerðum
rákurn. Á bakinu er lykkja. Myndin stendur á bronsplötu og er helgiletur
grafið á kanta hennar allt í kring. Styttan er 10,5 cm að hæð. Nú er hún fest
á dökkbrúnan tréstall og framan á honum er skýringartexti á frönsku. Stall-
urinn er 3,6 cm að hæð. Anúbis var verndarguð grafreita og fylgdi hinum
dauðu til undirheima.
32. Bronsstytta af sitjandi ketti frá því um 600 f.Kr. eða síðar. Hún er 14
cm að hæð. Framlappir kattarins eru dálítið skemmdar og þar sést að brons-
ið er steypt utan um kjarna úr öðru efni, líklega leir. Styttan er á stalli úr tré
sem er 4 cm að hæð. Framan á stallinum er skýringartexti á frönsku. Köttur-
inn var Egyptum heilagur, fylgidýr og tákn gyðjunnar Bastet en hún var
upprunnin úr óshólmum Nílar. Bronsstyttur af þessu tagi voru oft látnar í
grafreiti kattanna hjá múmíum þeirra sem fómargjafir. Kattagrafreitir í Egypta-
landi voru fjölmargir.
33. Trélíkan af fálka, tákni Hórusar (líklega úr furu). Fálkinn gæti hafa
verið framan á stalli af Ptah-Sokar-Osíris styttu (sbr. nr. 17). Ofan á hausn-
um hefur eitthvað verið fest með trépinna, væntanlega sóldiskur sem venju-
lega fylgir Hórusi. Styttan er 10 cm að hæð, 12,8 að lengd yfir haus og stél
og 5,5 að breidd yfir vængina. Líklega frá tímum síðkonungdæmisins.
34. Mannshöfuð úr gifsi sem hefur brotnað af búknum rétt neðan við
höku. Höfuðið hefur auk þess brotnað í tvennt fyrir neðan eyrað öðrum
megin og yfir í munnvikið hinum megin en verið límt saman. Gæti verið af
Harpókratesi sem einnig er nefndur barnið Hórus. Þessi birtingarmynd