Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 60
64 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS er farinn að rnolna á nokkrum stöðum. Styttan mun vera frá Naukratis, borg í óshólmum Nílar, og frá hellenískum eða rómverskum tíma. Naukratis var helsta verslunarnýlenda Grikkja í Egyptalandi. Það eru gömul sannindi að fátt sé nýtt undir sólinni og hörpuleikarinn sannar svo ekki verður um villst að Forn-Egyptar tengdu kynlíf og tónlist rétt eins og tíðkast á okkar tímum, einkum í dægurtónlist. 27,28,29. Þrjár litlar shaptistyttur með bláum glerungi, 8 cm að hæð. Þær munu frá tímum Ptólemaíættarinnar. Allar eru því sem næst eins, í múmíu- líki en með andlit líkt og á einhverju dýri eða fugli og með lausskegg bund- ið við hökuna. 30. Bronsstytta af sporðdreka með fuglshaus, rándýrsfætur og uppspert- an hala. Kattarhaus liggur niður á milli framlappanna þannig að engu er líkara en skepnan sé tvíhöfða. Neðan á eru tvær plötur með göturn sem ganga lóðrétt niður og hefur styttan verið fest á eitthvað. Kvikindið ber tvö- földu kórónuna. Styttan er 4,6 cm að hæð, 7 cm að lengd og 2,4 cm að breidd og frá tímum síðkonungdæmisins eða Ptólemaíættarinnar, 600-700 f.kr. 31. Anúbisstytta úr bronsi frá því um 600 f.Kr. eða síðar. Myndin sýnir nakinn mann með sjakalahaus í mittisskýlu, sem skreytt er með fíngerðum rákurn. Á bakinu er lykkja. Myndin stendur á bronsplötu og er helgiletur grafið á kanta hennar allt í kring. Styttan er 10,5 cm að hæð. Nú er hún fest á dökkbrúnan tréstall og framan á honum er skýringartexti á frönsku. Stall- urinn er 3,6 cm að hæð. Anúbis var verndarguð grafreita og fylgdi hinum dauðu til undirheima. 32. Bronsstytta af sitjandi ketti frá því um 600 f.Kr. eða síðar. Hún er 14 cm að hæð. Framlappir kattarins eru dálítið skemmdar og þar sést að brons- ið er steypt utan um kjarna úr öðru efni, líklega leir. Styttan er á stalli úr tré sem er 4 cm að hæð. Framan á stallinum er skýringartexti á frönsku. Köttur- inn var Egyptum heilagur, fylgidýr og tákn gyðjunnar Bastet en hún var upprunnin úr óshólmum Nílar. Bronsstyttur af þessu tagi voru oft látnar í grafreiti kattanna hjá múmíum þeirra sem fómargjafir. Kattagrafreitir í Egypta- landi voru fjölmargir. 33. Trélíkan af fálka, tákni Hórusar (líklega úr furu). Fálkinn gæti hafa verið framan á stalli af Ptah-Sokar-Osíris styttu (sbr. nr. 17). Ofan á hausn- um hefur eitthvað verið fest með trépinna, væntanlega sóldiskur sem venju- lega fylgir Hórusi. Styttan er 10 cm að hæð, 12,8 að lengd yfir haus og stél og 5,5 að breidd yfir vængina. Líklega frá tímum síðkonungdæmisins. 34. Mannshöfuð úr gifsi sem hefur brotnað af búknum rétt neðan við höku. Höfuðið hefur auk þess brotnað í tvennt fyrir neðan eyrað öðrum megin og yfir í munnvikið hinum megin en verið límt saman. Gæti verið af Harpókratesi sem einnig er nefndur barnið Hórus. Þessi birtingarmynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.