Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 67
EGYPSKU MUNIRNIR í DÁNARGJÖF WILLARDS FISKE
71
13. mynd. Gripur nr. 108.
Alabasturskrukka undan snyrtivörum.
Gæti verið frá tímum miðrtkisins, en
einnig mun yngri. Ljósmyndastofa
Þjóðminjasafns. Ivar Brynjólfsson.
107. Grafkeila úr rauðleitum
grófum leir. Breiðari flöturinn er
9,8 cm að þvermáli en sá mjórri
sem er frekar ósléttur er 5 cm.
Keilan er 3,8 cm á hæð. Breiðari
flöturinn er alsettur híeróglífri,
þar á meðal nafni Ramsesar III2'
faraós sem ríkti á árunum 1198-
1166 f.Kr. Hann var af 20. kon-
ungsætt og síðasti mikli herkon-
ungur Egypta. Talið að grafkeil-
ur hafi verið notaðar til að skreyta grafarinngangana en ekki hefur enn
fundist gröf með óhreyfðum keilurn. Fjölmargar grafkeilur hafa varðveist
en einnig hafa falsarar verið afkastamiklir á þessu sviði. Sérfræðingar British
Museum gera ráð fyrir að þessi keila sé fölsuð þar sem ekkert er vitað um
uppruna hennar.28
108. Lítil krukka úr alabastri, gæti verið undan fegrunarsmyrslum eða
lyfjum. Hún er víðust efst en mjókkar dálítið niður eftir. Bryggja er á barm-
inum og brotið upp úr á einum stað. Hún er 10 cm á hæð og 9,9 í þvermál um
barminn en 6,8 um botninn. Hún gæti verið frá tímum miðríkisins eða yngri.
109. Lítil krukka úr alabastri, gæti verið undan fegrunarsmyrlsum eða
lyfjum. Hún er víðust rétt fyrir ofan miðju með mjóu opi og bryggju neðst,
5,1 cm á hæð, 2,7 cm að þvermáli að ofan, 5,2 cm þar sem hún er gildust um
sig og 4 cm um botninn. Krukkan er líklega frá tímum nýríkisins eða yngri.
Lokaorð
Tilgangurinn með þessu greinarkorni er að gera lesendum Árbókarinnar
dálitla grein fyrir þeim gripum úr safni dr. Willards Fiske sem með nokkurri
vissu eru af egypskum uppruna. Þessi athugun er að sjálfsögðu langt í frá
tæmandi og gerð af nokkrum vanefnum og því er full ástæða til að gera síð-
ar nákvæmari rannsóknir á gripunum svo ótvíræðari niðurstöður fáist, eink-
um um aldur þeirra. Meginniðurstaða þessarar athugunar er sú að einungis
gripir nr. 16, hugsanlega nr. 52, 108 og hluti af nr. 55, séu eldri en nýríkið,