Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 74
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ur. Optast er hekl byrjað með fit, og má þá hnýta lykkju á tvinnann, stinga heklunálinni í lykkjuna, og draga hana fast að nálinni í stað hinnar fyrri; er þá haldið áfram að hekla, og myndast þá fit, sem má vera löng eða stutt ept- ir þörfum. Þegar heklað er ífit og yfir höfuð í hekl, er nálinni stungið ofan í miðja lykkju og tvinninn dreginn með króknum á nálinni gegnum efri hlið hennar.23 Má sjá af þessari ítarlegu útlistingu og af þeim nákvæmu skýringum sem á eftir fara um fasta lykkju, stuðul, loftlykkju, hálfan stuðul, þrefaldan stuðul, krossstuðla, draglykkju og lykkjulauf, að hekl hefur á þeim tírna verið næsta lítið þekkt hér á landi og því verið talið nauðsynlegt að lýsa aðferðinni við að hekla í öllum smáatriðum. Verður þetta ekki hvað síst ljóst þegar kaflinn um hekl er borinn saman við þau fáu orð sem viðhöfð eru um prjón í bókinni, en samkvæmt þeim var það svo almennt að ekki virtist þörf á að kenna aðferðina við það „eins og t. d. við hekl."24 Kaflanum um hekl fylgja fimmtíu uppdrættir (fyrirsagnir) af blúndum, millibekkjum og smádúkum (2. mynd),25 en í bókinni eru aðeins nítján uppdrættir af prjóni.26 Allir bera hekluppdrættirnir það með sér að þeir voru fengnir úr erlendum hannyrðaritum. Þá er athyglisvert að engar fyrirsagnir um heklaðar flíkur eru í bókinni, þó svo að gagnsemi þeirra sé getið strax í upphafi kaflans. Varðveitt hekl hér á landi Með elstu hekluðum gripum íslenskum sem varðveist hafa - auk pyngju Þóru Melsted sem áður er getið - munu vera sérkennilegar handstúkur úr ullargarni sem skráðar voru án nánari skýringa í Þjóðminjasafn Islands 1876 af Jóni Arnasyni þáverandi forstöðumanni. Síðar þegar Matthías Þórðarson þjóðminjavörður endurskráði þær sagði hann að þær virtust vera nýlegar (3. mynd).27 Fyrirmynd þeirra mun vera erlend, enda er vitað um tilsvarandi gripi í að minnsta kosti tveimur söfnum í Noregi.28 Handstúkurnar eru úr garðaprjónaðri, samansaumaðri lengju úr útlendu ullargarni, rauðleitu, en eftir öðrum hverjum garði er hekluð samhangandi röð fram og aftur úr þrí- brugðnum stuðlum úr hvítu garni, sem síðan hefur verið brydd röð af fasta- lykkjum og loftlykkjum til skiptis. Þess má geta að Matthías Þórðarson líkti ytra útliti þeirra við kýrlaka. Frá um 1885 er til í einkaeign óvenjulega löguð hekluð hyrna úr brúnu tvinnuðu ullarbandi með breiðum tvíbanda munsturbekkí fjórum litum ut- antil. Hyrnu þessa vann í æsku Valgerður Gestsdóttir (f. 1866, d. 1945) frá Forsæti í Flóa.29 Önnur hyrna af óvissum uppruna, en sams konar nema hvað hún er með öðrum litum, er í Arbæjarsafni í Reykjavík.30 Eflaust eru hyrnur þessar unnar eftir erlendum fyrirmyndum eða fyrirsögnum. Hyrna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.