Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 75
UM HEKL Á ÍSLANDI
79
munstri og í sömu litum, unninn á
Snæfellsnesi, er í safni Halldóru
Bjarnadóttur í Heimilisiðnaðarsafn-
inu á Blönduósi (4. mynd).36
Annað varðveitt íslenskt hekl frá
4. mynd. Tvíbanda heklaður pils-
bekkur úr hvítu og írauðit ullarbandi
unninn á Snæfellsnesi. Breidd bekkj-
ar 13 cm. I safni Halldóru Bjarna-
dóttur í Heimilisiðnaðarsafninu á
Blönduósi, HB 118. Ljósmynd: Elsa
E. Guðjónsson 1983. - Decorative
petticoat border crocheted in two
natural colors, white and light
brown, of Icelandic woollen yarn.
From the Snæfellsnes peninsula,
western lceland. In the Collection of
Halldóra Bjarnadóttir in the Hand-
craft Museum at Blönduós, western
Iceland.
með sama sniði, að vísu með kögri og öðr-
um munsturbekk, er í Herning safni í Dan-
mörku, þar talin vera frá um 1875-1880,31
og hyrnur af svipaðri gerð og lögun, hekl-
aðar eða prjónaðar, voru einnig notaðar í
Finnlandi á síðasta fjórðungi 19. aldar.32
Vitað er um þrjú prjónuð millipils úr ís-
lensku ullarbandi með tvíbanda hekluð-
um munsturbekkjum neðantil og sam-
svarandi mittisstreng; eru tvö þeirra frá
1916 og 1917,33 hið þriðja ef til vill eitthvað
eldra.34 Trúlega munu einnig þau vera
unnin eftir erlendum fyrirmyndum. Milli-
pilsið frá 1917 er í safni Heimilisiðnaðar-
félags Islands; það er úr mórauðu og hvítu
bandi, unnið að öllu leyti af Sólveigu Sig-
fúsdóttur frá Hólmlátrum á Skógarströnd
(f. 1900).35 Heklaður pilsbekkur með sama
því fyrir og um aldamótin 1900, sem
og heimildir þar um, sýna að svo til
eingöngu var heklað út hvítu bómullar-
heklugarni, einkum blúndur og milli-
bekkir á rúmfatnað og gluggatjöld,
blúndur á léreftsnærfatnað kvenna
(5. mynd) og blúndur og jafnvel horn
á kaffidúka (6. mynd) og ljósadúka
úr lérefti.37 Allt var þetta greinilega
gert eftir erlendum fyrirmyndum.
5. mynd. Hluti af nærskyrtu, chemise, á
telpu, úr hvítu lérefti með hekl um hálsmál
og handvegi, chemisegarnityre, eins og tíðk-
aðist undir og um aldamótin 1900. Unnið af
Leopoldínu Eyjólfsdóttur sem stundaði nám
í Kvennaskólanum í Reykjavík 1898-1899.
Þjms. 1962:162. Ljósmynd: Halldór ]. Jóns-
son 1984. - Part of a white cotton chemise
with white crocheted cotton yarn trimming.
Worked by Leopoldína Eyjólfsdóttir who
was a student at the Kvennaskólinn in
Reykjavík 1898-1899. ln the National
Museum of Iceland.