Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 83
ÞRJAR SMAGREINAR UM SAFNGRIPI
STOFUSKRÁ MAGNÚSAR ÞÓRARINSSONAR
Meðal margra sérstæðra og óvenjulegra hagleiksverka í Þjóðminjasafni
er merkileg hurðarskrá, er Magnús Þórarinsson bóndi og tóvinnumaður á
Halldórsstöðum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu smíðaði, sá alkunni hagleiks-
maður og þúsundþjalasmiður, sem einkum er nafnkenndur vegna tóvinnu-
vélanna, er hann setti niður þar á Halldórsstöðum og starfrækti um árabil.
Skrá þessi er til að sjá líkust venjulegri hurðarskrá, en hún er reyndar vart
ætluð til síns brúks, heldur er hún nánast gestaþraut og verður ekki lokið
upp nema með miklum heilabrotum sem fáurn reynist unnt að leysa. Reynd-
ar fylgir skránni skrifuð leiðsögn, með hendi Matthíasar Þórðarsonar þjóð-
minjavarðar, um hversu með skuli fara. Ljóst er að skránni verður varla
komið fyrir í venjulegri stofuhurð svo að opnuð verði meðan hún situr í
hurðinni, því að fyrst verður að ljúka upp skráfóðrinu annars vegar og við-
hafa tilfæringar og nota margvíslega lykla. Að vísu er einnig hægt að opna
hana á einfaldan hátt og nota hana sem venjulega skrá í hurð, en þá er hún
ekki gestaþraut. - Sagt er að Magnús hafi áður smíðað aðra skrá, sem var
með einhvers konar úrverki, og varð henni aðeins lokið upp þegar skráin
sló. Ekki mun vitað um hvað af henni varð.
Skrá Magnúsar kom til Þjóðminjasafnsins 1919 og ber safnnr. 7790. Hún
er í sérstökum trékassa og er greypt í hann fyrir skránni og lyklunum.
Skrána hefur Magnús verið búinn að smíða 1883, því að hún var á iðnsýn-
ingunni sem opnuð var 2. ágúst það ár í Reykjavík og einnig var hún á iðn-
sýningunni 1911. Hún er nefnd stofuskrá í prentaðri skrá um sýninguna
1883, þar nr. 24 og fylgir nokkur frásögn um gerð hennar. Skráin hefur ver-
ið til sölu á sýningunni, sem og flestir aðrir gripir þar, en verð á hana var
sett 400 kr., langhæsta verð á nokkrum sýningargrip. Skyldi hugmyndin
fylgja með og réttur til að geta fengið einkaleyfi til að smíða eftir skránni.
Skráin hefur þó ekki selzt á sýningunni sem varla var von, og hefur
Magnús átt hana sjálfur til dauða. Þjóðminjasafnið keypti skrána 1919 fyrir
100 kr., sennilegast af erfingjum Magnúsar, en Pétur Jónsson frá Gautlönd-
um undirritar kaupkvittun.