Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 84
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Stofuskrá Magnúsar
Þórarinssonar, Þjms.
7790. Skráfóðrið er hér
opið og má sjá hið
margbrotna verk
skrárinnar, gestaþraut.
Meðfylgja húnar og
lykill. Ljósm. Ivar
Brynjólfsson.
Greinilegt er af því sem síðar segir, að Magnúsi hefur þótt varið í þennan
smíðisgrip sinn og mun orðspor skrárinnar hafa borizt víða.
18. október 1996 kom Sigurður Björgvinsson frá Garði í Mývatnssveit í
Þjóðminjasafnið og langaði til að skoða þessa merkilegu skrá sem hann
hafði heyrt um þar nyrðra og einnig lesið um í bók Sigurðar Einarssonar
Islenzkir bændahöfðingjar, en þar er þáttur um Magnús og sagt frá smíðum
hans og uppfinningum. Kunni Sigurður skemmtilega frásögn um skrána.
Magnús Þórarinsson lézt 19. júlí 1917. Séra Helgi Hjálmarsson á Grenjað-
arstað jarðsöng hann frá kirkjunni á Þverá. Séra Helgi átti til að vera dálítið
ankannalegur í orðurn, ekki sízt í útfararræðum.
Utfarardag Magnúsar batt heimilisfólk í Garði hey af engjum, sem mest
var stargresi, og var meðal annars flutt heim á gráum áburðarklár. Nokkru
síðar kom gestur þar að Garði er verið hafði við jarðarförina. Hann var
spurður frétta og sagði þá frá jarðarförinni og meðal annars það, að prest-
urinn hefði tekið svo til orða í líkræðunni: „í dag kveður Magnús sína skrá".
Þetta heyrði Þura Árnadóttir föðursystir Sigurðar, sem þá vann að heim-
ili Halldórs bróður síns í Garði, og orti þá vísu:
Þegar Magnús síðsta sinn
sína kvaddi skrána,
stararblauta bindinginn
bundum við á Grána.
Þ.M.