Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
cm, en þar sem bakhliðin er svo gerfúin að minnir helzt á fornu fjalinar í
Þjóðminjasafninu, frá Möðrufelli, Bjarnastaðahlíð og Flatatungu, má vera
að þær hafi rýrnað eitthvað á þykktina einnig.
Fjalirnar hafa verið svartmálaðar með kinroki áður en áletrunin var skor-
in í og síðan borin hvíta í stafina, sem nú er nánast öll horfin, en svarti litur-
inn helzt enn.
Aletrunin er í 24 mislöngum línum er byrja nánast allar jafnt. Letrið er
upphafsstafa-latínuletur, afarfallegt klassískt rómanskt letur, stafirnir jafnir
og strikað fyrir línunum. Nafn og föðurnafn prestsins eru þó nánast með
upphafsstafa-skrifletri, en orðin "Síra" og da í "7da" þó með smærra skrif-
letri. Aletrunin er í bundnu máli, nema æviatriðin neðst, en á milli er skraut-
bekkur, eins og afsnúinn tvíþættur kaðall og er hann eina skrautið á graf-
skriftinni.
Aletrunin fer hér á eftir, horfnir stafir, sem flesta verður þó örugglega
ráðið í, eru innan hornklofa:
HÉR ER LE<I>DDUR MED
HEIDRI BESTA HETIA
GUDS EPTIR SIGRAD STR=
ID, Síra VÍGFÚS BJÖRNSSON
ER PRESTA, SÓMI VAR
HALDINN ÆFITÍD; LUCKU
MEST EPTIRLÆTISBARN
LÆRDUR ÆTTSTÓR OG
RAUSNARGI<AR>N.
NAFN 0<G> ATGIÖRFI
BLESSAN BL<ÍF>UR, BLÓM=
AN Á JÖRDU DROTTINS
MANS, ENN SÆLL Á HIMN=
UM SÍ=EÍLÍFU<R> SÓMI KÓ=
RÓNAR DIGD<I>R HANS.
ÞEIR ÖDRUM <KE>NA EINS
OG SÓL, ÆS<KU?>NA HIÁ
GUDS TIGNARSTÓL.
(skrautbekkur)
FÆDDUR ANNO MDCCLI
UTLÆRDUR MDCCLXIX
PRESTVÍGD<UR> MDCCLXXII
QVÆNTUR <FYRST?> MDCCLXXI
ANNAD SÍ<NN> MDCCXCV
DEYDI 7da A<UG > MDCCCVII<I>
Og þannig er hún skrifuð að nútíðarhætti og felld í línur eftir stuðlasetn-
ingu og rími: