Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 93
MÁLVERK GRÖNDALS AF SKIPSBRUNA
97
Vegna sprengingarhræðslunnar var ekkert átt við að bjarga farminum.
Logaði skipið og farmurinn allan daginn til kvelds og í alla nótt, og er ekki
fullbrunnið enn; töluvert eftir af skrokknum, sem sjórinn hlífir.
Skip þetta var smíðað í Moss í Noregi fyrir 28 árum. Átti nú heima í Staf-
angri, eigandi Th. S. Falck; en Thor E. Tulinius hafði það nú á leigu nokkra
mánuði. Vátrygt var það auðvitað, bæði skip og farmur, jafnt fyrir þessu
tjóni sem öðru. Skipverjar 10 og skipstjóri hinn ellefti."
Þessi frásögn ísafoldar sýnir Ijóslega, að hér er um að ræða atburð þann,
sem Gröndal málaði á myndinni, líklegast strax er það var að brenna eða
fljótlega á eftir, því að kringumstæður eru allar eins og frásögnin lýsir. Skip-
in tvö og vindstaðan koma vel heim og saman svo og aðstæður allar.
Skipið Moss var gufuskip, smíðað úr tré í Moss í Noregi 1872 sem fyrr
segir. Það var einkum ætlað til vöruflutninga á Norðursjó, en einnig gat það
tekið farþega. Það gekk fyrstu árin milli Kristjaníu (Osló) og ýmissa staða á
vesturströnd Noregs, allt til Tromsö. Síðar var það selt til Björgvinjar og
gekk þaðan til ýmissa hafna við Eystrasalt með sfld og annan fisk og flutti
)T ití;; ■; >< >'(>4 í > vn
<}<< '-/n.O'N. ,'■<;> O'/ /’t», s *V .
Málverk Benedikts Gröndals af bruna gufuskipsins Moss á Reykjavíkurhöfn 1. júní 1900.
Ljósm. Ivar Brynjólfsson.