Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
afarhátt (340 gripir á m3). Þetta á við um lögin nr. 2, 4, 5 og 8. í eldri lög-
unum nr. 10 og 11 voru gripirnir of fáir til að hægt væri að greina marktæk-
an mun á dreifingu. Hið háa hlutfall af gripum í nr. 8 styrkir þá kenningu
að þar sé um að ræða ræsi sem í hefur safnast laust rusl af yfirborði. Að öðru
leyti bendir þessi dreifing lausafundanna til að skurðurinn sé tekinn
skammt frá híbýlum manna en nái þó út (austur) fyrir helsta athafnasvæð-
ið. Þessi niðurstaða er að sjálfsögðu í góðu samræmi við að bæjarhúsin hafi
á 18. öld staðið fast austan við þar sem Nesstofa er nú og að kirkjan hafi ver-
ið þar fyrir austan, þar sem nú er lóðin Neströð 7.
I efri lögunum nr. 2-4,5 og 8 bar mest á múrsteinsbrotum, leirkerabrotum
og glerbrotum, bæði úr rúðum og flöskum (þ.á.m. nokkrum meðalaglös-
um), járnnöglum og krítarpípum. I eldri lögunum nr. 10 og nr. 11 var hvorki
gler né múrsteinn en hinsvegar álíka mikið af krítarpípubrotum og í efri
lögunum, en meira af gripum úr járni og steini, þ.á.m. vaðsteinn og brýni
en engir slíkir gripir komu í ljós í efri lögunum. Sennilegt er að múrsteinar
hafi ekki verið fluttir út í Nes fyrr en við byggingu stofunnar og afar hæpið
að þeir hefðu getað borist þangað fyrir miðja 18. öld. Gler- og leirbrot í
miklu magni er einkenni fundasafna frá 17. öld og síðar. Fundasafnið í nr.
10 og þó einkum og sérílagi í nr. 11 er hinsvegar dæmigert fyrir eldri tíma
þó ekki sé ástæða til að ætla að það sé frá miðöldum.
Ritheimildir um kirkju í Nesi
Elsta heimild um kirkju í Nesi er kirknaskrá, sem talin er hafa verið sett
saman um 1200 þó hún sé aðeins til í handritum frá 17. öld og hafi greini-
lega verið breytt talsvert frá fyrstu gerð.18 Skrá þessi hefur upphaflega ver-
4. mynd. Krítarpípubrot Nes 95081: A. Teikning: Ragnar Edvardsson