Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 114

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 114
118 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS veggur þessi hafi verið hlaðinn á fyrri hluta á 18. aldar. Mögulegt að hann sé frá sjöunda áratug 18. aldar þegar vísitatíur benda til að gert hafi verið við garðinn þó hvergi sé þess getið beint að vesturveggurinn hafi verið end- urhlaðinn. Engar grafir voru vestan við stéttina nr. 9 og bendir það sterk- lega til að nr. 3 sé kirkjugarðsveggur sá sem Neshverfingar hlóðu 1787-91. Kirkjan var aflögð 1797 og því hefur viðbótarplássið, sem skapaðist í garðin- um, aldrei verið nýtt. Það styrkir þessa tilgátu að veggurinn nr. 7 virðist hafa verið vísvitandi jafnaður út (10) og nr. 3 hlaðinn þar á eftir. Af neðri lögunum í skurði ND sýnist Ijóst að vesturmörk kirkjugarðsins hafi um afarlangt skeið verið á því bili sem nr. 7-9 nær yfir. Lögin vestan við þessa línu eru allt annars eðlis en þau sem eru austan við og er ótvírætt að úrgangslögin nr. 12, 20 og 22 tengjast híbýlum manna en ekki guðshúsi. Austurenda nr. 12 má raunar telja austurmörk bæjarhólsins í Nesi og ösku- hauganna utaní honum. Erfiðara er að túlka grjótlögnina nr. 21. Hún er áreiðanlega miklu eldri en grafirnar sem komu í ljós í skurðinum, en hversu miklu eldri og hvaða hlutverki hún hefur gegnt verður að liggja á rnilli hluta. Á grunni þessara upplýsinga má gera sér allgóða grein fyrir takmörkum kirkjugarðsins og er á mynd 5 gerð tilraun til að endurgera umfang garðsins sem mælt var fyrir 1787. Kirkjutóft sést á yfirborði, en hvort það er grunnur síðustu kirkjunnar eða einhverrar eldri er ómögulegt að segja nema með uppgrefti. Hvort sem er má ætla að hvortveggja kirkjan, sú sem byggð var 1675 og sú frá 1785, hafi staðið innan þeirra takmarka sem sýnd eru á 5. mynd. Ef garðurinn nr. 3 er kirkjugarðsveggurinn frá 1787-91 eins og hér hefur verið talið líklegt, og tóftin er eftir yngstu kirkjuna, þá hefur hún staðið al- veg syðst í garðinum. Hún gæti hafa verið byggð á sama grunni og eldri kirkjan eða við hlið hennar. Ef kirkjugrunnurinn er eftir yngri kirkjuna og hún var byggð við hlið hinnar eldri þá er líklegra að hún hafi verið byggð sunnan við eldri kirkj- una, sem þá hefur verið nær miðju garðsins (og þá undir Neströð sem nú er). Kirkjugarðsveggurinn frá 1787-91 hefur þá verið á sama stað og eldri garð- ur, að öðru leyti en því að hann hefur verið færður út um 6 m til vesturs. Ef tóftin er hinsvegar eftir kirkjuna frá 1675 þá gæti yngri kirkjugrunnurinn ver- ið norðan við og þar með undir Neströð og nær miðju garðsins frá 1787-91. Grafirnar sem fundust vestan við SV hornið á húsinu Neströð 7 sýna að kirkjugarðuinn hefur í eina tíð náð mun lengra til suðurs en stefnan á garð- inum frá 1787-91 bendir til. Mögulegt er að 1787 hafi verið mælt fyrir alveg nýju kirkjugarðsstæði, þannig að garðurinn hafi verið færður út til norðurs ekki síður en vesturs, og væri það í samræmi við fyrirskipun biskups frá 1780. Hitt er einnig mögulegt að syðstu grafirnar séu miklu eldri og að garð- urinn hafi verið færður í norður löngu fyrir 18. öld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.