Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 125
SVAR VIÐ RITDÓMI
129
hinsvegar ekki kumladreifinguna. Með öðrum orðum, kumlafundir eru
tilviljunarkenndir en dreifing þeirra ekki. Þetta er grundvallaratriði og
þetta verður maður að skilja ef við viljum kanna dreifingu kumla út um
landið og draga einhverjar ályktanir af henni. Og vel að merkja: þó að
Guðrún Sveinbjarnardóttir skilji þetta ekki, þá þýðir það ekki að aðferðin sé
röng!
Ekki skiptir máli aðferðarfræðilega séð, hvort allra býla sé getið í Land-
námu eða ekki (slíkt verður mönnum seint ljóst).
Ekki skiptir heldur máli aðferðarfræðilega séð, hversu hátt hlutfallið er á
milli fundinna kumla og raunverulegs fjölda þeirra (slíkt verður aldrei ljóst).
Ef við gerðum slíkar kröfur væri ekki mikið hægt að gera í fornleifafræði (og
fleiri fræðum).
Niðurstaðan er í stuttu máli sú, að kumlaþéttasta sýsla/svæði landsins
sýnir ekkert samband milli kumla og bæja, sem nefndir eru í Landnámu.
Þessi staðreynd hlýtur að draga úr heimildagildi Landnámu um landnám-
ið. Varla geta önnur svæði, en Eyjafjarðarsýsla boðið upp á jafn góða mögu-
leika til athugana af þessu tagi.
Síðasta málsgrein Guðrúnar varðandi íslensku kumlin hljóðar svo:
„Vandinn við petta yfirlit er að höfundur hefur ekki tekið sér fyrir hendur að
rannsaka að nýju heiðnar grafir á Islandi og hefur pví ekkert nýttfram aðfæra um
pær. Reyndar segir hann í upphafi kaflans að ekki sé hægt að kanna heiðnar grafir
frekar en gert hefur verið vegna pess hvernig pær voru rannsakaðar eða ekki
rannsakaðar á sínum tíma (bls. 41). Þetta pykir mér nú heldur mikil uppgjöfog trúi
ekki öðru en að einhver árangur hefði orðið af rannsókn á uppgraftargögnum eða
frekari vettvangsvinnu." (bls. 187).
Sjálfur skrifaði ég eftirfarandi: „Without goingfurther into this problem at the
moment, it is important to note that the constructional details andforms ofgraves can-
not be studied more closely as a result of the above orientation of research." (Bls. 41).
M. ö. o. tel ég að byggingatæknileg atriði og formgerðir verði eleki kannaðar
nánar vegna fyrri rannsóknaraðferða. Aðrar hömlur nefni ég nú ekki. Ef til
vill væri hægt að ganga harðar að efniviðnum og ljóstra einhverju upp um
þessi atriði. Slíkt verður þó að bíða síns tíma, mín rannsókn bauð ekki upp
á slíkt.
Flest, ef ekki öll, þekkt kuml á Islandi eru þegar tæmd af gripum og sum
þeirra eru rannsökuð með uppgreftri. Mörg hver eru hreinlega horfin í
uppblæstri, svo sem í Rangárvallasýslu þar sem rúm 70% kumla hafa
fundist vegna uppblásturs, en slík kuml eru vitaskuld mjög eydd og lítið
hægt að álykta um upprunalegt horf þeirra, svo sem formgerð og ýmis bygg-
ingatæknileg atriði. í Eyjafjarðarsýslu hafa rúm 30% allra kumla fundist
vegna jarðræktar og tæp 30% vegna vegagerðar.