Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 136

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 136
140 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Starfsmenn safnsins koma oft fram í fjölmiðlum, bæði í fréttum svo og flytja þeir margs konar fyrirlestra og fræðsluerindi á opinberum vettvangi og annars staðar og starfa í nefndum um mál sem tengjast þjóðminjavörzlunni. Nefna má, að Þóra Kristjánsdóttir var framkvæmda- stjóri „Kirkjulistarhátíðar í Reykjavík 1995" sem var í Hallgrímskirkju 3.-18. júní. Starfsmenn safnsins, Guðrún Fjóla Granz, Lilja Arnadóttir, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Þóra Kristjánsdóttir sóttu ráðstefnu Alþjóðaráðs safna ICOM í Stafangri 2.-8. júlí. Slíkar heims- ráðstefnur eru haldnar á þriggja ára fresti og að þessu sinni var aðalefnið Söfn og samfélag. Silfursjóðurinn frá Miðhúsum var mjög til umræðu, en fyrir beiðni menntamálaráðu- neytis lét þjóðminjaráð senda hann til Danmerkur til rannsóknar, svo sem getið var í skýrslu sl. árs. Kom sjóðurinn aftur frá Danmörku 27. júní ásamt skýrslu Þjóðminjasafns Dana. Var þá skýrt frá niðurstöðu rannsóknarinnar á fréttamannafundi þar sem niðurstaða Dananna er, að sjóðurinn sé vissulega frá víkingaöld, þó yfirborð eins gripanna sé þannig að vafi geti leikið á því hvenær hann hefur verið gerður. Silfrið er þó hið sama og í öðrum hlutum sjóðs- ins. Síðan varð mikil umfjöllun fjölmiðla um málið, sem ekki var séð fyrir endann á um ára- mót. Húsnæðis- og byggingamál safnsins eru í höndum byggingarnefndar. Enn er óvíst um framtíðarskipan húsnæðismála, en ákveðið er þó að kanna kaup handa safninu á nærliggj- andi húsum, Jarðfræðahúsi Háskóla íslands, Gamla-Garði og húsi Félagsstofnunar stúdenta. (Ath. Kaflinn um safnstörfin er að mestu saminn af Lilju Árnadóttur safnstjóra). Ritaskrá starfsmanna safnsins Árni Björnsson: „High days and Holidays in Iceland". Reykjavík 1995. Sami: „Veisluglaðir prentstjórar". Prentarinn, des. 1995. Halldór J. Jónsson: „Mannamyndir íslenskra listamanna frá 17. -19. öld. (Fjölrituð sýningar- skrá vegna sýningar í Bogasal). Halldór J. Jónsson og Inga Lára Baldvinsdóttir: „Skrá yfir filmu- og plötusöfn í Þjóðminjasafni Islands". (Ljósrituð skrá). Hallgerður Gísladóttir: „Forskot á jólin". Heima er best, des. 1995. Inga Lára Baldvinsdóttir: „Hlutverk byggðasafna". Goðasteinn 5. árg. 1994. Sama: „Stereóskópmyndir frá Islandi". Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1994. Sama: „Oþekktar myndir frá myndastofu Bjarna Kristins Eyjólfssonar". (Ljósrituð sýning- arskrá). Þór Magnússon: „Um byggðasöfnin í landinu." Goðasteinn 5. árg. 1994. Sami: „Varðveizla fornmerkra kirkjugripa." Orðið, 1995. Þóra Kristjánsdóttir: „Kvöldmáltíð að Stóra-Ási". Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1994. Safnauki. Færðar voru alls 86 færslur í aðfangabók safnsins. Oft eru margir munir í sömu færslu, en samtals voru skráð 356 númer á árinu. Meðal sérstakra gripa sem bárust á árinu má nefna kertapípu, að líkindum úr Kolbeinsstaðakirkju, stafaklút frá 1858, gef. Ella Kolbrún Kristins- dóttir, R., kort af Reykjavík 1836 (keypt), verðlaunapening Sigurjóns Egilssonar úrsmiðs ásamt heiðursskjali fyrir sveinsstykki í úrsmíði í Kaupmannahöfn 1933, sveinsbréf hans og fleira tengt námi hans, gef. Jóhannes Egilsson, R., pípuhatt Sveins Björnssonar forseta, gef. Birgir Thorlacius fv. ráðuneytisstj., altarisdúk, hökul, rykkilín og altarisklæði frá Melgraseyrarbænhúsi við Djúp, píanó Péturs Guðjónssonar organista og söngstjóra er nemendur hans gáfu honum 1855, gef. Marta Thors o. fl. ættingjar og afkomendur hans, haugfé úr kumli manns og hests við Þórisá hjá Eyrarteigi í Skriðdal, forna klukku eða bjöllu, sem fannst á Narfastöðum í Reykjadal, gef. Ingi Tryggvason, Narfastöðum, svuntupör úr silfri eftir Jón Guðmundsson í Ljárskógum og gullsmíðasteðja og hamar úr eigu hans, gef. Regína Hallgrímsdóttir, R., rörtöng smíðaða af Gísla Finnssyni járnsmið í Reykjavík, gef. Marteinn Sigurðsson, Gilá. Myndadeild. Auk Ingu Láru Baldvinsdóttur deildarstjóra starfar ívar Brynjólfsson ljósmynd- ari fastráðinn við deildina og Halldór J. Jónsson fyrrum deildarstjóri vann í hlutastarfi, en einn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.