Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 140

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 140
144 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Guðmundur Ólafsson tók um mánaðartíma þátt í hinni miklu rannsókn bæjarins „Undir sandinum" £ Vestribyggð á Grænlandi eins og undanfarin sumur, þar sem varðveizt hafa mik- ilsverðar leifar gripa og tréverk og þiljur bæjarhúsa. Steinunn Kristjánsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir rannsökuðu fornmannskuml hjá Eyrar- teigi í Skriðdal, sem síðar getur. Þá rannsakaði Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson beinafund hjá bænum Straumi við Straumsvík og reyndust beinin við greiningu ytra vera frá 11.-12. öld og benda til grafreits þar á fyrri hluta miðalda. Fornleifaskráning safnsins er í undirbúningi og var Bjarni F. Einarsson ráðinn til að skipu- leggja hana, halda þjálfunarnámskeið og koma skráningu af stað. Birna Gunnarsdóttir vann að úrvinnslu á gögnum um fornleifaskráningu á Seltjarnarnesi og gekk frá skýrslu. Sjálfseignarstofnunin Fornleifastofnun Islands, sem nokkrir fornleifafræðingar hafa stofnað, skráði fornleifar í Eyjafjarðarsveit á vegum Minjasafnsins á Akureyri. Þá var skráð í eyðibyggð- um Hellisfjarðar, Miðfjarðar, Barðsness og Sandvíkur eystra. Þetta var lokaáfangi f skráningu í Norðfirði á vegum Safnastofnunar Austurlands og Neskaupstaðar sem Guðrún Kristinsdóttir stjórnaði. Víða voru fornleifakannanir í sambandi við skipulag eða meiri háttar framkvæmdir svo sem á Svartagili í Norðurárdal vegna skipulags, á Krýsuvíkurvegi vegna umhverfismats, við Gaukshöfða í Þjórsárdal vegna vegagerðar, milli Laugaráss og Skálholts vegna vegagerðar og hjá Grundartanga vegna aðalskipulags. Fornleifastofnun Islands annaðist forkönnun við kirkjugarðinn í Nesi á Seltjarnarnesi. Bandarískir fornleifafræðingar gerðu frumrannsókn á Mosfelli í Mosfellssveit í leit að hinu forna kirkjustæði og kirkjugarði. I Viðey var haldið áfram rannsóknum 9. árið í röð á vegum Árbæjarsafns og var Steinunn Kristjánsdóttir verkstjóri á staðnum. Guðmundur Ólafsson deildarstjóri sótti alþjóðlega ráðstefnu í Oxford 22.-24. sept. og flutti þar erindi, einnig vinnufund í Kaupmannahöfn 2.-5. nóv. um mannfólk, menningu og um- hverfi á Grænlandi forðum. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson sótti ráðstefnu á eynni Körmt 8. og 9. júní og flutti þar erindi. Þá heimsótti hann söfn í Hollandi 18.-24. sept. vegna rannsóknar á leirmunum úr flaki hollenzka skipsins Melkmeyt í Flatey. I fornleifadeild var gengið frá 9 skýrslum um rannsóknir fornleifa og vettvangskannanir. Það skal nefnt hér, að 19. des. undirritaði Island samninginn um heimsminjaskrá og vann Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson á vegum Menntamálaráðuneytisins að tilnefningu og greinar- gerð um staði á Islandi á skrána, en hann hafði setið tvo fundi samnorræns vinnuhóps um framkvæmd samningsins. Bókasafn. Ritauki á árinu var 155 bækur, margar fengnar í skiptum sem og tímarit. Má ætla, að ritaeign safnsins sé nú um 12 þús. bindi að meðtalinni bókagjöf Fríðu Knudsens og Þorvald- ar Þórarinssonar, sem getið var í síðustu skýrslu. Þær bækur voru enn óskráðar um áramót. Tímarit og ritraðir, sem safnið fær nú, eru um 230 og hefur fækkað nokkuð af sparnaðar- ástæðum. Myndbönd eru 47 og fjölgaði um tvö á árinu. Bókasafnið sérhæfir sig á rannsóknar- og fræðasviði Þjóðminjasafnsins og er samvinna við önnur opinber bókasöfn um bókakaup. Skráð útlán voru 474 til starfsmanna og millisafnalán 43. Öll bókasafnsþjónusta við aðra hefur aukizt mikið síðan safnið tengdist Gegni 1992. Afturvirkri skráningu miðar hægt, en búið er að skrá þannig um þriðjung íslenzku bókanna en einungis lítinn hluta hinna erlendu. Pláss- leysi háir bókasafninu mjög og hefur orðið að grisja það og setja bækur í geymslu. Gróa Finnsdóttir bókavörður er í 60% starfi. Hún sótti stjórnarfund og aðalfund ARLIS- Norden 19.-21. maí í Gautaborg svo og ráðstefnu. Hún annast færslur um íslenzk þjóðfræði í alþjóðlegu þjóðfræðaskrána lnternational volkskundliche Bibliographie. Húsverndardeild. Húsverndardeild sér um viðhald, rekstur og eftírlit með fornhúsum safnsins og þeim húsum sem það hefur gert samkomulag um rekstur og viðhald á. Þau eru nú 38 talsins víða um land og eru í daglegu tali nefnd Húsasafn Þjóðminjasafnsins. Flest eru þau opin almenningi og hafa verið settar upp sýningar í mörgum þeirra í samvinnu við byggðasöfn. Viðhald húsanna er kostnaðarsamt þar sem þau eru flest byggð úr torfi og grjóti og fimbri hið innra, sem allt krefst mikils viðhalds.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.