Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 141
ÁRSSKÝRSLA 1995
145
Ráðnir voru tímabundið 8 starfsmenn til húsverndardeildar vegna viðhalds gömlu torfbæj-
anna og um 30 verktakar vegna annarra húsa.
Deildarstjóri fór um 30 vinnu- og eftirlitsferðir í þessu skyni og kom í flest gömlu húsin. Að
auki voru farnar 60 vinnu- og eftirlitsferðir vegna Hússins á Eyrarbakka.
Á árinu var hafinn undirbúningur að útgáfu leiBbeitiingabæklinga um viðgerðir gamalla húsa
og að námskeiðahaldi fyrir iðnaðarmenn. Leiðbeiningarnar eru samstarfsverkefni Árbæjar-
safns, Borgarverkfræðingsins í Reykjavík, Brunamálastofnunar ríkisins, Fræðsluráðs bygging-
ariðnaðarins, Húsafriðunarnefndar, Minjaverndar, Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðar-
ins, Torfusamtakanna og Þjóðminjasafns.
Á fundi þjóðminjavarða Norðurlanda í Borgarnesi var ákveðið að hefja formlegt samstarf
embættanna um byggingavernd. Er deildarstjóri húsverndardeildar fulltrúi safnsins þar
Á fjárlögum voru 33.000.000 kr. til framkvæmda við húsasafnið og voru af því fé 12.000.000
kr. ætlaðar til viðgerðar Hússins á Eyrarbakka.
Helztu framkvæmdir við húsasafnið voru þessar:
Smíðuð voru ný gluggafög í Staðarkirkju á Reykjanesi, en hin gömlu, sem gera átti við, brunnu
með bátaskýli safnsins í Kópavogi 1993. Fengið var gamalt þunnt gler frá Danmörku í glugg-
ana. Smíðað var og sett nýtt sáluhlið fyrir styrk úr Kirkjugarðasjóði. - Verkið við kirkju og sálu-
hlið unnu Gunnar Bjarnason og Leifur Ebenezerson.
Kirkjuhvammskirkja í Húnavatnssýslu, reist 1882, sumarið sem ekkert sumar kom á
Norðurlandi. Áður var þar torjkirkja. Kirkjan var sóknarkirkja til 1957. Viðgerð á ytra borði
var lokið haustið 1996. - Fyrst sést kirkja nefnd í Hvamtni í Miðfirði í Auðunarmáldögum
1318. Ljósm. Þór Magnússon 1976.