Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 147
ÁRSSKÝRSLA 1995
151
Stóruvellir í Bárðardal 150.000
Söludeild og Jaðar, Húsavík 300.000
Stóra-Sandfell í Skriðdal 350.000
Breiðavað í Eiðaþinghá 200.000
Hjaltastaður í Hjaltastaðarþinghá 200.000
Hafnargata 44, Wathneshús, Seyðisfirði 500.000
Vesturvegur 3, Seyðisfirði 200.000
Vesturvegur 8, Seyðisfirði 100.000
Hafnarbraut 2 A, Neskaupstað 100.000
Búðavegur 41 A, Sjólyst, Fáskrúðsfirði 100.000
Gamla kaupfélagshúsið, Breiðdalsvík 400.000
Steinaberg, Djúpavogi 100.000
Hraun 5, Geysir, Djúpavogi 250.000
Fundahús Lónsmanna, Lóni 150.000
Hafnarbraut 2, Kaupmannahús, Höfn 150.000
Pakkhús, Höfn 200.000
Útihús við Dranginn í Drangshlíð, Austur-Eyjafj. 200.000
Samkomuhúsið Dagsbrún, Skarðshlíð, Austur-Eyjafj. 200.000
Einarshús, Eyrarbakka 150.000
Eyrargata 30, Reginn, Eyrarbakka 100.000
Túngata 44 A, Sandvík I, Eyrarbakka 150.000
Túngata 46, Sandvík II, Eyrarbakka 150.000
Gesthús við Garðhús, Grindavík 200.000
Flaggstangarhús, Grindavík 150.000
Fornleifanefnd. Ný fornleifanefnd var skipuð skv. lagabreytingu nr. 98/1994. Formaður er
Páll Sigurðsson prófessor en aðrir Bjarni F. Einarsson og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson forn-
leifafræðingar. Að auki situr þjóðminjavörður fundi skv. lögum. Varamenn eru Steinþór Sig-
urðsson prófessor, varaformaður, Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður og Kristinn
Magnússon deildarstjóri.
Nefndin hélt 12 fundi á árinu. Fjallað var einkum um leyfisveitingar til fornleifarannsókna
og ýmis atriði, sem tengjast vernd og meðferð fornleifa, svo sem bygginga- og skipulagsmál,
reglur um leyfisveitingar og fornleifaskráningu.
Opinber byggða- og minjasöfn
Hér eru talin söfn á vegum opinberra aðila eða þau söfn sem fá ríkisstyrk að ákvörðun þjóð-
minjaráðs. Fleiri minjasöfn eru þó á vegum einstaklinga eða félaga og einnig sýningar.
Byggðasafn Akraness og nærsveita. Þangað komu 5697 skráðir gestir og að auki skólanemar,
sem ekki eru taldir.
Á árinu voru skráð 45 ný safnnúmer. Skal helzt getið safns flugelda, sem framleiddir voru
hjá Flugeldagerðinni á Akranesi um 1970, bátanna Sigursæls AK 87, sem smíðaður var 1955 í
Bátastöð Akraness af Inga Guðmonssyni, og Draupnis BA 40, sem smíðaður var 1961 af Aðal-
steini Aðalsteinssyni í Hvallátrum, einnig Willi/s-jeppa frá 1947.
Merktir voru allir skráðir gripir í sýningarhúsinu svo og í Garðahúsi.
Unnið var að endurgerð á reiða kútters Sigurfara, lokið var viðgerð vélbátsins Smára og
hafin viðgerð á vélbátnum Síldinni, sem báðir voru gefnir safninu árið áður. Þá var lokið smíði
á inngangsskúr við Neðra-Sýrupart.