Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 153

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 153
ÁRSSKÝRSLA 1995 157 Allmargt barst af gripum til safnsins, einkum eftir að það var opnað í Húsinu. Má nefna skatthol úr eigu Guðmundar Thorgrímsens faktors, innsigli Guðmundu Nielsen og myndplatta sem sýnir Eyrarbakka undir lok síðustu aldar. Þá bárust safninu skírnarkjóll frá Reykjadal í Hrunamannahreppi, söðull Sigurbjargar Hafliðadóttur, reglustika Jakobs Lefolii kaupmanns, vigtarlóð úr Vesturbúðinni á Eyrarbakka, Ijósmóðurtaska Guðrúnar Eiríksdóttur ljósmóður á Sel- fossi og ýmsar Ijósmyndir. Safnstjóri er Lýður Pálsson sagnfræðingur. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. I safnið komu 1729 gestir, innlendir 1607 en erlendir 122. Við flutning Byggðasafns Arnessýslu urðu allmiklar breytingar á safnamálum á Eyrar- bakka. Húsið svonefnda, sem hýsir byggðasafnið, er samtýnis við sjóminjasafnið og býður það því upp á nána samvinnu. Tekinn var upp sameiginlegur aðgangseyrir, munum skilað en aðrir lánaðir á ný milli safnanna. Hafin var endurgerð fastasýningar safnsins og sýningarhúsnæði endurbætt. Vann Steinþór Sigurðsson listmálari frumdrög nýrrar sýningar í samvinnu við umsjónarmann og farið var að taka fyrri fastasýningar niður fyrir árslok. Safnið lét merkja örnefni í Eyrarbakkahreppi inn á loftmyndir með styrk frá Þjóðhátíðarsjóði. Lokið var endurbótum á beitningaskúr í eigu safnsins, og hitablásari var settur í geymslu- hús þess, Mundakotsskemmu. Meðal gripa sem bárust á árinu má nefna bitafjöl úr Svani, áraskipi Guðmundar Þorkels- sonar frá Gamla-Hrauni, talin um 100 ára gömul, skeggbolla Jóns Helgasonar á Borg, silunganet með leggjaþin, líkan af árabát og kort og Ijósmyndir um hafnargerð á Eyrarbakka. Umsjónarmaður safnsins er Inga Lára Baldvinsdóttir deildarstjóri í Þjóðminjasafni. Byggðasafn Suðurnesja. Safnið er opið alla sunnudaga frá kl. 13.30 - 17.00. 4. bekkur grunn- skóla kemur reglulega í safnið. Settar voru upp tvær sérsýningar: Hin fyrri í húsakynnum Bókasafns Keflavíkur um kirkju- lífí Keflavík frá 1896-1995, en hin síðari í húsakynnum Keflavíkurverktaka á skipslíkönum Gríms Karlssonar auk nokkurra annarra. Unnið var að skráningu mynda og eru nú skráðar um 2.000 myndir. Mikið magn bóka og skjala og annarra heimildargagna hefur einnig borizt safninu. Forstöðumaður er Guðleifur Sigurjónsson. Byggðasafn Hafnarfjarðar. Magnús Jónsson, sem verið hefur forstöðumaður safnsins frá ár- inu 1981, lét af störfum í júnímánuði en Björn Pétursson sagnfræðingur, er starfað hafði við safnið um hríð, varð forstöðumaður. Safnið starfar á þremur stöðum, í húsi Bjarna Sívertsens, í Smiðjunni við Fjarðargötu og í Siggubæ í Hellisgerði. í Smiðjunni voru sérsýningar „Bær í byrjun aldar" og „Hafnarfjörður frá landnámi til hersins". Þá setti safnið upp sýninguna „Saga hafnfirskrar verslunar" í sýningar- salnum Miðjunni í verzlunarmiðstöðinni Miðbæ. Alls komu 6.440 gestir í safnið og á sýningarnar. Þá koma skólanemar reglulega í hús Bjarna Sívertsens og þar var sérstök jóladagskrá um jólin fyrr á tíð fyrir leikskólabörn bæjarins. Meðal nýfenginna gripa má nefna orgel úr Garðakirkju frá því um aldamótin síðustu, testell úr silfri, nafnspjald af bátnum Siggu frá Oseyri, bollastein er fannst við Fífuhvamm (Hvammkot) í Kópavogi og vélbátinn Fleyg, sem upphaflega hét Svanur GK 240. í árslok var búið að tölvuskrá um 1200 safngripi. Einnig var hafizt handa við að flokka og skrá skjöl sem byggðasafnið hefur í sinni umsjá og unnið er að gerð forrits fyrir mynda- skráningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.