Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 155
FRÁ HINU ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGI
AÐALFUNDUR 1995
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn miðvikudaginn 29. nóvember 1995 í
forsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20:40.
Formaður félagsins, Þór Magnússon þjóðminjavörður, setti fundinn. Hann gat þess, að fél-
agið væri 115 ára á þessu ári. Hann boðaði, að reynt yrði að vinna að því að fjölga félagsmönn-
um á næsta ári. Formaður sagði, að Arbók félagsins væri að koma út. Rit Guðmundar Ólafs-
sonar um fornleifar í Borgarfirði væri enn í prentun. Þá væri rit Guðrúnar Sveinbjarnardóttur
um leirkerabrot á Islandi á leiðinni. Rit Ingu Láru Baldvinsdóttur um ljósmyndara á íslandi
kom einnig til umræðu.
Þá las varaféhirðir félagsins, Kristinn Magnússon, reikninga félagsins 1994.
Síðan var gengið til stjórnarkjörs. Fráfarandi stjórn gaf kost á sér til áframhaldandi setu.
Formaður lýsti eftir öðrum uppástungum, en þær komu ekki fram, og taldist stjórnin því sjálf-
kjörin. Hana skipa: Þór Magnússon formaður, Hlsa E. Guðjónsson varaformaður, Mjöll Snæs-
dóttir féhirðir, Kristinn Magnússon varaféhirðir, Þórhallur Vilmundarson skrifari, Guðmund-
ur Ólafsson varaskrifari. Endurskoðendur eru Björn Líndal og Höskuldur Jónsson.
Að lokum flutti Garðar Guðmundsson fornleifafræðingur erindi um plöntufornleifafræði
og sýndi myndir til skýringar. Fundarmenn þökkuðu fróðlegt erindi með lófataki. Nokkrar
umræður urðu um erindið, og svaraði fyrirlesari fyrirspurnum.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 22:56.